Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 6
Sveinbjörn Jónsson var mikill ræktunarmaður. Hann stundaði skógrækt af kostgæfni og var í stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur frá 1946—79. Trjáreitur hans í Ártúnsbrekku er til vitnis um elju hans, um leið og gróð- urinn þar sýnir, hvernig hægt er að bæta land okkar. Sveinbjörn taldi, að menn ættu að bæta líf sitt og heilsu með líkamsrækt og einföldu mataræði. Hann var í hópi þeirra, sem koma endurnærðir úr hádegisverðarhléi eftir sundsprett og eitt epli. Svo ákveðinn var Svein- björn í lifnaðarháttum sínum, að sá, sem kom morgunsyfjaður á skrifstofu hans og óskaði sér einskis fremur en bolla af lútsterku kaffi, gat ekki annað en þegið með þökkum einlægt boð hans um, að hans dómi, heimsins beztu hressingu, te með hunangi. Skrifstofa Sveinbjarnar var fyrst við Lækjartorg og síðar um árabil í gamla apótekinu við Austurvöll, þar sem Landssímahúsið stendur nú. Við, sem munum fyrst eftir skrifstofu Sveinbjarnar í Búnaðarbankahúsinu við Austurstræti, munum líka andrúmsloftið, er þar ríkti. Ólíklegt var, að þarna færi neitt skyndilega úr skorðum. Svo vel hafði frænku Sveinbjarnar, Elínu Guðnadóttur, tekizt að búa um hefðir gamla skólans í nýju umhverfi. Elín vann allan starfsaldur sinn á þessari skrifstofu og sá um kjölfestuna í dag- legum rekstri. Þetta andrúmsloft gætni og grandvarleika fluttu þau með sér upp í Garða- stræti, og þar höfðu bæði börn hans starfsstofur á sama stað og Sveinbjörn. Jón, sonur Sveinbjarnar er nú prófessor við guðfræðideild Háskóla íslands, kvæntur Guðrúnu Magnúsdóttur frá Akureyri, en Helga, dóttir Sveinbjarnar er nú forstöðumaður teiknistofu Orkustofnunar ríkisins, gift Birgi Guðgeirs- syni, bankafulltrúa í Reykjavík. Sveinbjörn bar mikla umhyggju fyrir skjólstæðingum sínum eins og öðru, sem honum var trúað fyrir. Honum var einstaklega annt um hag ungmenna og var sýnt um að setja sig í annarra spor. Kom þetta ekki sízt fram í störfum hans í barnaverndarráði, en þau mál, sem þar er fjallað um, eru einatt mjög viðkvæm. Raunar var umhyggjan ríkur þáttur í persónu Sveinbjarnar og hlaut því einnig að einkenna fjölskyldulíf hans. Sá, sem á bernskuminningar um Svein- björn Jónsson, tengir þær ósjálfrátt konu hans, Þórunni Bergþórsdóttur, sem dó því miður langt um aldur fram, hinn 13. október 1949. Þórunn var dóttir Bergþórs skipstjóra í Reykjavík Þorsteinssonar og konu hans Helgu Hafliða- dóttur frá Gufunesi. Ég held, að mildin og mannkærleikinn, sem lýsti úr and- liti Þórunnar, hafi lifað í verkum Sveinbjarnar. Lögmaðurinn Sveinbjörn Jóns- son var mannvinur og mannasættir. Hann var öðlingur, er auðgaði líf þeirra, er honum kynntust. Ragnhiidur Heigadóttir. 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.