Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 10
hengi vísar nefndin til þess, að ríkishlutarnir séu stjórnmálalega og siðferðilega skyldugir til gagnkvæmrar aðstoðar og sameiginlegrar af- stöðu í mikilvægum málum með hagsmuni heildarinnar í huga. Ákvæð- ið um ríkiseininguna er og talið koma í veg fyrir stofnun sambands- ríkis. Til heimastjórnar verði því ekki stofnað með samningi aðila, heldur aðeins með stjórnskipunarlegu framsali ákveðinna málaflokka, þe. einhliða með þjóðþingslögum. Á hinn bóginn er athyglisverð staðfestingin í formála og 1. gr. á því, að á Grænlandi sé sérstakur þjóðarhópur eða samfélag. I henni hlýtur að felast í fyrsta lagi, amk. fyrir dönsku stjórnskipunina, að á Grænlandi búi minnihlutahópur í ríkinu og eigi sem slíkur rétt á ýmsum verndarráðstöfunum. Þeim er lýst í þjóðarétti, ma. í svæða- bundnum og alþjóðlegum samningum, sem Danmörk er aðili að. Líta má á heimastjórnina sem framlag til verndunar og velferðar slíks minnihlutahóps. 1 öðru lagi eru lögin viðurkenning á því, að Græn- lendingar hafa landfræðilega, menningarlega, þjóðlega og stjórnskip- unarlega sérstöðu innan danska ríkisins. Þangað til þessi þjóð, sér- staklega með nýlendusöguna í huga, hefur sjálf ákveðið að tengjast Danmörku endanlegum böndum, hlýtur hún að eiga inni réttinn til að ráða framtíðarskipun eigin mála. Ekki eru þó allir líklegir til að fallast á þessa niðurstöðu mína. Td. er haft eftir núverandi forsætis- ráðherra Dana, sbr. minnihlutaálit Steen Folke, að Grænlendingar séu ekki þjóð, heldur hluti hinnar dönsku þjóðar. Aðrir munu benda á, að landsráðið samþykkti haustið 1952 tillögu til stjórnarskrárbreytingar, sem leiddi 1953 til formlegrar innlimunar Grænlands. 2. gr. Fulltrúar á landsþinginu eru kosnir til 4ra ára í almennum, beinum og leynilegum kosningum. 2. mgr. Landsþingið setur með lögurn nánari reglur um kosning- arnar, þám. um kosningarétt og kjörgengi og um fjölda lands- þingsfulltrúa. 3. mgr. Landsþingið setur sér fundarsköp. Þessi grein er því ekki til fyrirstöðu, skv. grg., að landsþingið ákveði almennt með lögum, að nýjar kosningar geti farið fram fyrir lok kjör- tímabils. Ákvæðið í 2. mgr. um vald landsþingsins til að setja reglur um kosn- ingarétt og kjörgengi getur skipt verulegu máli fyrir þróun græn- lenzkra stjórnmála. Skv. 1. 76/1976 um grænlenzka landsráðið var 6 mánaða búseta á Grænlandi skilyrði fyrir kosningarétti og kjörgengi. Þetta tímabil þótti innlendum stutt, því að skv. því höfðu fjölmargir 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.