Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 29
ur sem fyrr að afhenda hlutafélagaskránni tiltekin gögn, er hafa að geyma upplýsingar um hið nýstofnaða félag. Þá er svo fyrir mælt í 105. gr. 3. mgr. laganna, að eigi síðar en mánuði eftir samþykkt árs- reiknings, þó ekki síðar en tíu mánuðum eftir lok reikningsárs, skuli staðfest endurrit hans ásamt endurskoðunarskýrslu hafa borist til hlutafélagaskrár. Með ársreikningum skulu fylgja staðfestar upplýs- ingar um, hvenær hann var samþykktur og hvaða ákvörðun aðalfundur tók um ráðstöfun á hagnaði eða jöfnun á tapi. I 145. gr. 2. mgr. hlutafélagalaganna er kveðið svo á, að ráðherra sé heimilt að veita almennan aðgang að hlutafélagaskránni, þ.m.t. reikningum hlutafélaganna. Sem áður getur, er meginreglan sú í Dan- mörku, að almenningi leyfist að kynna sér allar heimildir hlutafélaga- skrárinnar um hlutafélög. Slíkt er e.t.v. eðlilegt í löndum, þar sem nokkuð er um almenningshlutafélög og algengt er að hlutabréf gangi kaupum og sölum. Fólk á heimtingu á því að fá að kynna sér nokkuð rekstur fyrirtækis, áður en það tekur ákvörðun um að leggja fram fé í reksturinn með hlutabréfakaupum. Málið horfir hins vegar við með öðrum hætti hér á landi, þar sem hlutafélög eru flest lítil og hluthafar fáir. Það telst til undantekninga, að hlutabréf slíkra félaga fari á almennan markað. Ekki er því ljóst, hvaða tilgangi það þjónar, að óviðkomandi aðilar geti af einskærri forvitni rannsakað rekstur slíkra hlutafélaga og sökkt sér ofan í gögn um félagið, sem varða einkamálefni þess. Viðsemjendum þessara fyrirtækja ætti að vera í lófa lagið að fá nauðsynlegar upplýsingar beint frá forráðamönnum fyrirtækjanna, áður en gengið er til samninga, og eftir atvikum hætt við fyrirhuguð viðskipti, fái þeir ekki fullnægjandi upplýsingar. Nauð- synlegu öryggi í viðskiptalífinu yrði því ekki stefnt í tvísýnu, þó að takmörkuð yrði heimild almennings til þess að kynna sér gögn í fórum hlutafélagaskrárinnar, eins og t.d. ársreikninga og endurskoðunar- skýrslur. Vel getur þó verið, að annað eigi að gilda, þegar um tiltölu- lega stór almenningshlutafélög er að ræða. IV. HVAÐ BER AÐ GERA I NÚVERANDI STÖÐU? Þessi nýja löggjöf um hlutafélög er um margt vönduð lagasmíð, á það ber að leggja áherslu. Vel má vera, að mörgum þyki verkið svo gott, að það hæfi kröfum tímans í einu og öllu, og enga ástæðu beri til að hrófla við svo nýlegri og viðamikilli löggjöf. En það er nú einu sinni svo, að engin mannanna verk eru svo fullkomin, að ekki megi alltaf bæta nokkuð um. 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.