Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 17
með því, að danskan sé sem ríkismál tengiliður mismunandi íbúahópa í ríkinu og Grænlendinga við umheiminn. Annarra heimsmála er ekki getið. 10. gr. Heimastjórnin er bundin af skyldum skv. milliríkjasamn- ingum og öðrum alþjóðlegum reglum, sem á hverjum tíma eru bindandi fyrir ríkið. 2. mgr. Heimildir (beföjelser) heimastjórnarinnar takmarkast á hverjum tíma af heimildum, sem skv. 20. gr. stjórnarskrárinnar hafa verið framseld alþjóðastofnunum. 3. mgr. Ríkisstjórnin getur lagt fyrir heimastjórnina að grípa til þeirra ráðstafana, sem eru nauðsynlegar til að tryggja, að haldin séu fyrirmæli 1. og 2. mgr. Afleiðing af aðild Danmerkur og þarmeð Grænlands að Efnahags- bandalaginu kemur fram í 2. mgr. 1 greinargerð segir, að það liggi í augum uppi, að málaflokka, sem heyra ekki lengur undir dönsk yfir- völd, vegna þess að þeir hafa verið framseldir milliríkjastofnunum, sé ekki hægt að fela heimastjórninni. Heimastjórnarnefndin tók ekki beina afstöðu til aðildar Grænlands að Efnahagsbandalaginu, enda ekki í verkahring hennar. I áliti sínu og frumvarpi gerir hún þó ráð fyi'ir óbreyttu ástandi og hleður með nýjum reglum stoðum undir það, sjá 15. gr. 1 álitinu vísar nefndin til ummæla forsætis- og Græn- landsmálaráðherranna um, að ríkisstjórnin muni ekki þvinga Græn- land til ákveðinna tengsla við bandalagið og muni virða, á grundvelli undanfarandi þjóðaratkvæðagreiðslu á Grænlandi, ákvörðun heima- stjórnarinnar þaraðlútandi. Aðild Danmerkur að Rómarsáttmálanum er ekki talin koma í veg fyrir breytta aðild eða úrgöngu Grænlands úr bandalaginu. 11. gr. Ríkisvaldið fer með úrslitavald í málum, sem varða sam- skipti ríkisins við útlönd. 2. mgr. Áður en athafnir (foranstaltninger), sem heimastjórnin ráðgerir og hverra framkvæmd hefur verulega þýðingu fyrir sam- skipti ríkisins við útlönd, þám. þátttöku ríkisins í alþjóðlegu sam- starfi, eru ákveðnar, ber að hafa samningaviðræður við ríkis- valdið. Þessi grein er því til staðfestingar, sem víða kemur fram í lögun- um, að ríkisvaldið fer með utanríkismál. Hún á þó ekki að raska verkaskiptingu stjórnanna að öðru leyti, og því er tekið fram í 2. mgr., að ríkisvaldið geti með samningaviðræðum haft áhrif á athafnir, sem 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.