Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 28
ákvæði í 115. gr. íslensku laganna um 1/5 hluta, og í rétti til að krefj- ast skaðabóta vegna tjóns af völdum stjórnarmanna félagsins, endur- skoðenda og framkvæmdastjóra, sbr. samsvarandi ákvæði í 133. gr. 2. mgr. íslensku laganna um 1/5 hluta. Ársreikningar Bæði í „aktieselskab“ og í „anpartsselskab“ er skylt að senda árs- reikninga ásamt endurskoðunarskýrslu til þeirra yfirvalda, sem ann- ast hlutafélagaskráninguna, sbr. samsvarandi ákvæði í 105. gr. íslensku laganna. Sé hlutafé í „anpartsselskab" minna en 2.000.000.— dkr., er þó ekki skylda að senda ársreikninga í heild, heldur aðeins aðalniður- stöðurnar. Þess ber að geta, að eftir lögunum á almenningur rétt á að kynna sér þessi gögn, eftir að þau hafa borist skrásetningaryfirvöldum. III. ALMENNUR AÐGANGUR AÐ HLUTAFÉLAGASKRÁ. FRIÐHELGI UM EINKAMÁLEFNI HLUTAFÉLAGA. 1 íslenskum lögum er mönnum mæltur viss réttur til þess að vera sér um einkamál sín og refsing lögð við því að raska þeim friði. Það er ekki einungis fólk, sem þessi réttindi á, heldur vei'ður og að gera ráð fyrir því, að svipað geti átt við um stofnanir og fyrirtæki. Þannig er unnt að líta svo á, að ýmislegt, er varðar fjármál fyrirtækis og rekstur almennt, sé einkamál þess. Ymsir aðilar utan fyrirtækisins, t.d. skattyfirvöld, eiga þó rétt á að kynna sér gögn um reksturinn. Aðilar þessir eru yfirleitt bundnir þagnarskyldu um þau mál, sem þeir komast að í sýslan sinni. Samkvæmt eldri hlutafélagalögum (1. nr. 77/1921) bar lögreglu- stjórum í hverju lögsagnarumdæmi landsins að halda hlutafélaga- skrá. Er hlutafélag var skrásett, bar að afhenda hlutafélagaskránni ýmis gögn með upplýsingum um félagið, t.d. stofnsamning þess og samþykktir. Jafnan hefur hverjum og einum verið heimilt að kynna sér gögn þessi hjá hlutafélagaskrá. Þá var og ákvæði um það í lög- unum, að aðalniðurstöðu reikninga hlutafélaga skyldi tilkynna til hlutafélagaskrár ár hvert. Ákvæði þessu virðist lítið eða ekkert hafa verið framfylgt, en líta verður svo á, að öllum hefði verið frjálst að kynna sér niðurstöðutölur þessar eins og önnur gögn hlutafélagaskrár- innar. I 145. gr. hinna nýju hlutafélagalaga segir, að viðskiptaráð- herra annist skráningu allra íslenskra hlutafélaga og útibúa erlendra hlutafélaga og haldi hlutafélagaskrá. Við skráningu hlutafélags verð- 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.