Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 44
föstudaginn 12. október, fórum við í höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í boði Tómasar Tómassonar sendiherra, sem hélt okkur hádegisverðarboð. Verður sú heimsókn okkur lengi minnisstæð, en Fidel Castro Kúbuleiðtogi ávarpaði Allsherjarþingið þennan dag, og var því afar mikill viðbúnaður lög- reglu og öryggisvarðliðs af því tilefni. Var nú lokið eiginlegri dagskrá, og heim var haldið aðfaranótt sunnudags- ins 14. október. Skipulag allt og móttökur vestra voru frábærar. Allt sem við báðum um að kynnast og skoða var okkur veitt. Frú Adiline L. Donohue, framkvæmda- stjóri American Judges Association, sá um skipulag ferðarinnar og dagskrá að mestu. Hún var með okkur allan tímann í Washington og [ Boston. Kann- ast margir íslenskir dómarar við þessa ágætu konu frá heimsókn bandarísku dómaranna vorið 1978. Berum við þátttakendur mikinn þakklætishug til henn- ar, og ágætt og traust samband hefur stofnast milli dómarastamtakanna, sem hún starfar við, og Dómarafélags islands. Það er hygg ég nokkuð almennt álit, að slíkar kynnisferðir séu mjög gagnlegar. Á þennan hátt er hægt að kynnast skipulagi og aðbúnaði í starfs- grein sinni í öðrum löndum og gera samanburð. Þá gefst kostur á að bera saman reynslu sína og erlendra starfssystkina og skiptast á skoðunum og stofna til kynna. Hið bandaríska réttarkerfi og dómstólaskipun er ólíkt okkar skipan. Samt er hlutverkið hið sama svo og viðfangsefnið, og sams konar vandamál er við að etja. Þar er kvartað um seinagang dómsmála, gamalt og úrelt skipulag og að of litlu fé sé varið til dómstóla. Er þó ólíku saman að jafna aðbúnaði dómstóla þar og hér heima. Maður verður áþreifanlega var við það, að dómstólarnir vestra eru raunverulega óháðir, og mjög er áberandi, hve mikill fjöldi aðstoðarfólks starfar við dómstólana og hve vel er búið að dómurum almennt. Dæmi um þetta er það, að við alríkisdómstólana starfa alls 11.000 manns, þar af eru dómarar einungis um eitt þúsund. Þá er nýting nýtísku tæknibúnaðar mjög áberandi, og að starfsþjálfun og símenntun virð- ist unnið skipulega. Að lokum þessarar frásagnar vil ég færa fram þakkir til dómsmálaráðu- neytisins, sem veitti styrki til fararinnar, svo og til Menningarmálastofnunar Bandaríkjanna, sem einnig gerði það, og sérstaklega til íslandsvinarins Roberts Maes, stofnanda Independence Foundation, en þessi stofnun veitti mjög ríflega styrki til fararinnar. Þátttakendur í ferðinni voru: dr. Ármann Snævarr og Valborg Sigurðar- dóttir, Bjarni K. Bjarnason og Ólöf Pálsdóttir, Björn Ingvarsson- og Margrét Þorsteinsdóttir, Böðvar Bragason og Gígja Haraldsdóttir, Gunnlaugur Briem og Hjördís Ágústsdóttir, Jón ísberg og Þórhildur Guðjónsdóttir, Magnús Þ. Torfason og Sigríður Þórðardóttir, Ólafur Stefán Sigurðsson og María G. Steingrímsdóttir. Ólafur St. SigurSsson. 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.