Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 20
Enn eitt dæmið í þessum lögum um, að Danir hafa síðasta orðið. 19. gr. Ákvarðanir, sem gilda fyrir Grænland, haldast í gildi með þeim breytingum, sem leiðir af þessum lögum, þar til þeim er breytt eða þær felldar úr gildi af réttum yfirvöldum. 20. gr. Gildistökutíma þessara laga ber að ákveða með lögum. 2. mgr. Ríkisumboðsmaðurinn tekur við þeim störfum, sem lands- höfðinginn yfir Grænlandi hefur til þessa haft með höndum, með þeim breytingum, sem leiðir af þessum lögum. Eins og áður segir tóku heimastjórnarlögin gildi 1. maí 1979. Ég hef í þessari grein stuttlega lýst og lauslega þýtt dönsku heima- stj órnarlögin fyrir Grænland. Ég hef ekki fjallað almennt um réttar- stöðu Grænlands, hvorki að þjóðarétti né dönskum stjórnskipunar- rétti, að undanskildum fáeinum athugasemdum í inngangi. Ég hef hvorki borið þessa nýskipan grænlenzkra mála saman við færeysku né álenzku heimastj órnarinnar né við íslenzkar hliðstæður fyrri tíma, þótt í þessum þáttum öllum væri að finna athyglisverð atriði og sögu- legar skýringar. 1 erindisbréfum til beggja heimastjórnarnefndanna var skýrt tekið fram, sbr. og heiti þeirra, að hlutverk þeirra væri að semja drög að skipulagi fyrir og frumvarp til laga um heimastjórn. Meira stóð ekki til boða, enda hafði landsráðið ekki farið annars á leit, þótt ágrein- ingur væri um hluta innihaldsins. Grænlendingar hafa því ekki enn, frekar en 1953 eða á öðrurn tímamótum, átt þess kost, á eigin spýtur, með frjálsum valkostum og án utanaðkomandi lokaákvörðunar, að neyta síns sjálfsákvörðunarréttar, sem urn er fjallað í þjóðarétti. Þó að hugtakið sjálfsákvörðunarréttur sé sumpart óskýrt og í alla staði vandskýrt, viðurkenna flestir fræðimenn þennan rétt amk. til handa nýlenduþjóðum. Það er lögfræðilega umdeilanlegt og umdeilt, hvort innlimun Grænlands árið 1953 er endanleg. Að mínu áliti er hún ekki endanleg, og heimastjórnin er því ekki annað en skref í áttina að því stjórnskipunarformi, sem Grænlendingar munu seinna kjósa sér sjálf- ir, en það er önnur saga og lengri. HEIMILD ASKRÁ: Hjemmestyre i Grönland. Forhandlingsoplæg og delbetænkning fra Udvalget vedrör- ende Hjemmestyre i Grönland. Fjölritað, 1975. Hjemmestyre i Grönland. Betænkning 837/1978 afgivet af Kommissionen om Hjemme- styre i Grönland. Bind 1: Hjemmestyreordningen. April 1978. Bind 2: Bilag om Hjemmestyreordningen. April 1978. 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.