Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 7
Guðmundur S. Alfreðsson, cand. jur.: DÖNSKU HEIMASTJÓRNARLÖGIN FYRIR GRÆNLAND Á haustfundi sínum 1972 samþykkti grænlenzka landsráðið, að til- lögu Jonathan Motzfeldt, að mæla með því við Grænlandsmálaráðu- neytið í Kaupmannahöfn, að stofnuð yrði nefnd, sem kanna skyldi leiðir til að auka hlutverk og ábyrgð ráðsins í framtíðarþróun mála á Grænlandi. Með stjórnarskrárbreytingu árið 1953 var Grænland inn- limað í Danmörku og nýlenduskipaninni (amk. að nafninu til) af- létt. Um þetta víðáttumikla og fjarlæga amt hafa þó gilt margvísleg sérfyrirmæli. Skv. 1. 76/1976 hafði landsráðið ákvarðanavald í þeim málaflokkum, sem dönsk lög fólu því. Slík framsöl, t.d. varðandi fá- tækra- og friðunarmálefni, voru fátíð. Grænlandsmálaráðherrann hafði vald til að ógilda ákvarðanir ráðsins, ef það fór út fyrir vald- svið sitt og ef samþykktir þess brutu í bága við lög. Ennfremur hafði ráðið ráðgjafar-, tillögu- og fyrirspurnarrétt varðandi dönsk lög og stjórnvaldsákvarðanir, sem snertu grænlenzka hagsmuni. 1 framhaldi af ofangreindum tilmælum landsráðsins setti Græn- landsmálaráðherrann í janúar 1973 á stofn heimastjórnarnefnd (hjemmestyreudvalget), sem í sátu 8 Grænlendingar: 5 landsráðs- fulltrúar, báðir grænlenzku þjóðþingsmennirnir og fulltrúi Sambands grænlenzkra sveitarfélaga. Þessi nefnd sendi í febrúar 1975 frá sér skýrslu um æskilega verkaskiptingu Grænlendinga og Dana, eins konar samningsgrundvöll. Meðal ástæðna, sem nefndarmenn töldu mæla með heima- eða sjálfstjórn, eru nauðsynin á að varðveita grænlenzk séreinkenni og menningu, ólík tungumál og tjáningarvandkvæði, land- fræðileg fjarlægð og samgönguerfiðleikar, vanmátturinn því samfara að horfa á allar meiri háttar ákvarðanir teknar í Kaupmannahöfn og athafna- og áhugaleysi grænlenzkra stjórnmálamanna vegna ónógra verkefna. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.