Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 41
löngu og kallast sænska safnið. Er þar bæði veglegt safn tileinkað landnámi og búsetu Svía og sænskættaðra Finna í Delaware-dalnum og félagsheimili fyrir öll norrænu ættjarðarfélögin. Var þetta ógleymanleg stund með nokkr- um íslenskum konum búsettum ytra svo og ýmsum íslandsvinum. Þetta bar upp á Leifs Eiríkssonar daginn, sem haldinn er hátíðlegur árlega þar vestra af fólki af Norðurlöndum. Vorum við síðar um daginn við vegleg útihátíðar- höld við Delawareána. Síðdegis var haldið áleiðis til New York-borgar landleiðina þvert yfir New Jersey-ríki. Um morguninn daginn eftir var heimsótt merkileg lagastofnun, sem heitir Institute of Judicial Administration, en hún var stofnuð árið 1952 í iaga- deild New York-háskóla. Aðalfrumkvöðull og fyrsti stjórnarformaðurinn var ArthurT. Vanderbilt dómforseti Hæstaréttar New Jersey-ríkis og lagaprófessor í áratugi. Þessi stofnun hefur frá upphafi verið sjálfstæð og óháð en verið í nánu sambandi við og í skjóli lagadeildar New York-háskóla, sem m. a. hefur látið henni í té húsnæði endurgjaldslaust og greiddi laun starfsfólks að hluta fyrstu árin. Hún er fjármögnuð af frjálsum framlögum fyrirtækja og stofnana. Fast starfslið er 12 manns, en auk þess er ráðið fleira fólk í viðlögum og til að vinna að tilteknum, sérstökum verkefnum. Starfssvið þessarar stofnunar er mjög sambærilegt við svið dómstólastofn- unarinnar í Washington, en nær eingöngu fyrir og í þágu dómstólakerfis hinna 50 ríkja. Fyrst í stað var athyglinni í verulegum mæli beint að dómstólaskip- uninni, uppbyggingu dómstóla og verkaskiptingu þeirra á milli, en hin síðari ár hefur kröftunum meir og meir verið beint að sjálfri starfsemi dómstól- anna, ekki eingöngu í því skyni að finna ráð til að auka afköstin heldur öllu fremur til að stuðla að nýjum og betri vinnubrögðum og auka þar með réttaröryggið. Eftir stutt og takmörkuð kynni virðist mér starfsemi þessarar stofnunar öðrum þræði a. m. k. meira á fræðilega sviðinu en við dómstólastofnunina í Washington. Leiðir það líklega af hinum nánu tengslum og sambýlinu við lagadeild New York-háskóla. Prófessor Fannie J. Klein, kunnur fræðimaður í lögfræði, hefur starfað frá upphafi við stofnunina, en hún hefur m. a. samið grundvallarrit um uppbyggingu dómstóla og stjórn beirra og rekstur sem nefnist Federal and State Court Systems, A Guide. Áttum við þess kost að eiga þarna með henni fund eina morgunstund ásamt forstöðumanninum, Nicholas Scoppetta, sem er einnig starfandi prófessor við lagadeild New York-háskóla. Þarna er til húsa stærsta bókasafn í Bandaríkjunum ( ef til vill í heiminum) á sviði dómsmála- og dómstólastjórnunar og reksturs, rúmlega 10 þúsund bindi. Er sumt af þessu óútgefin handrit. Eru þessar bækur og rit lánaðar samkvæmt umsóknum til dómara, fræðimanna og þeirra, sem vinna að umbótum á sviði dómstóla og réttarfars. Mjög mikil útgáfustarfsemi hefur verið á vegum stofnunarinnar. Ekki er þess kostur að lýsa hér nema í mjög stuttu máli starfsemi þessarar stofnunar. Svo sem fyrr segir er athugun og rannsókn á dómstólakerfi hinna einstöku ríkja í því augnamiði að koma fram endurbótum á stjórnun og rekstri, höfuðverkefni hennar. Hefur farið fram úttekt á dómstólum 17 ríkja bann ald- arfjórðung sem stofnunin hefur starfað. Um þessar mundir er að Ijúka viða- 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.