Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 16
unarvaldinu verður aðeins beitt á undirbúningsstigi verkefna og á því ekki að höfnu verki að valda óvissu hjá fjárfestingar- og fram- kvæmdaaðilum. Með því verður heldur engu breytt um ákvarðanir, sem hafa verið löglega teknar fyrir þessa nýskipan, né um afleið- ingar þeirra. 3) Koma ber á samstarfi milli stjórnmálamanna annars vegar og stjórnsýsluaðila og tæknimanna hins vegar, sem eru nauð- synlegir hinu opinbera til stjórnunar hráefnamála, og þess skal gætt, að heimastjórnin hafi í sama mæli og ríkisvaldið aðgang að vísinda- legri sérþekkingu. Ásamt heimastjórnarfrumvarpinu samdi heimastjórnarnefndin frumvarp til laga um grænlenzkar náttúruauðlindir, nú þjóðþingslög nr. 585/1978. 1 þeim eru ákvæði um sameiginlega nefnd til að fjalla um ofangreind viðfangsefni. Konungur skipar formann og ríkisstjórn- in og heimastjórnin 3—5 fulltrúa hvor. Stjórnsýsla (þám. jarð- og líffræðilegt eftirlit) og rekstur eru fengin eins konar hráefnadeild í Grænlandsmálaráðuneytinu, en sameiginlega nefndin mun fylgjast með störfum hennar. Tekjur af leyfissölu og vinnslu eiga að renna til þess að jafna framlög danskra fjárlaga til Grænlands. Ef hagnaður fer fram úr framlögum, ber að skipta honum milli Danmerkur og Grænlands skv. samkomulagi ríkisstjórnar og heimastjórnar. Um skiptinguna, ásamt reglum um, hvernig nota eigi tekjur, sem koma í hlut heimastjórnar, ber að setja þjóðþingslög. Með milliríkjasamningum getur danska ríkisvaldið sagt heimastjórn og sameiginlegu nefndinni fyrir verkum, sbr. 10. og 13. gr. heima- stjórnarlaganna. Aðild Danmerkur að Efnahagsbandalaginu, Evrópska kjarnorkubandalaginu (EURATOM) og Alþjóðlegu orkustofnuninni (IEA) má nefna sem dæmi um ríkjasamstarf, sem getur leitt til skuldbindinga, einnig fyrir heimastjórnina, varðandi stefnuna í hrá- efnamálum. Meiri hluti algrænlenzku heimastjórnarnefndarinnar, sem skilaði áliti 1975, komst að þeirri niðurstöðu, að auðlindamálín ættu að vera sérgrænlenzkur málaflokkur. Landsráðið samþykkti haustið 1975 álykt- un sama efnis. Samt vega dönsk áhrif mun þyngra í þessum náttúru- auðlindaþætti, lögin eru raunar hvergi danskari en hér, og bera þau þó öll greinilegan danskan keim. 9. gr. Grænlenzka er aðaltungumálið. Danska skal kennd rækilega. 2. mgr. Bæði málin má nota í opinberum samskiptum. Þetta með grænlenzkuna er svo sjálfsagt, að ekki þarf að tína til rökstuðning greinargerðar þaraðlútandi. Dönskukennslan er réttlætt 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.