Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 19
1 greinargerð er getið um æskilega þátttöku Grænlands í undirbún- ingi danskra stjórnvalda vegna tillögugerðar og afstöðutöku í stofn- unum Efnahagsbandalagsins og um möguleikann á grænlenzkum starfsmanni í dönsku sendinefndinni í Briissel. Skv. þj óðþingslögum nr. 609/1977 á Grænland einn fulltrúa af 16 dönskum á Evrópuþingi bandalagsins, sem kosið var í fyrsta skipti í almennum kosningum í júní 1979. 16. gr. Heimastjórnin getur krafizt þess, að við danskar sendi- sveitir í löndum, þar sem Grænland á sérhagsmuna að gæta végna atvinnuvega sinna, skuli ráðnir starfsmenn til þess að gæta þess- ara hagsmuna sérstaklega. Ríkisvaldið getur ákveðið, að heima- stjórnin beri kostnað þessu samfara. 2. mgr. Ríkisvaldið getur eftir samningaviðræður við heimastjórn- ina gefið henni tækifæri til að koma grænlenzkum sérhagsmun- um á framfæri með þátttöku í alþjóðlegum samningaviðræðum, sem skipta máli fyrir grænlenzka atvinnuvegi. 3. mgr. Ríkisvaldið getur, ef slíkt er ekki álitið ósamræmanlegt hagsmunum ríkisins, falið heimastjórninni, að ósk hennar, að annast beint samningaviðræður um sérstök grænlenzk mál með þátttöku utanríkisþj ónustunnar. 17. gr. Ríkisumboðsmaðurinn er æðsti fulltrúi ríkisvaldsins á Grænlandi. 2. mgr. Heimastjórnin getur boðið ríkisumboðsmanninum að taka þátt í umræðum í stofnunum heimastjórnarinnar. 3. mgr. Heimastjórnin skal eins fljótt og auðið er tilkynna ríkis- umboðsmanninum um samþykkt landsþingslög, landsþingstilskip- anir og önnur almenn fyrirmæli lagalegs eðlis, sem heimastjórn- in gefur út. 18. gr. Ef upp koma vafamál milli ríkisvaldsins og heimastj órnar- innar um valdsvið heimastjórnarinnar ber að leggja málið fyrir nefnd, sem í sitja 2 fulltrúar tilnefndir af ríkisstjórninni, 2 full- trúar tilnefndir af heimastjórninni og 3 hæstaréttardómarar til- nefndir af forseta hæstaréttar og tilnefnist einn þeirra sem for- maður. 2. mgr. Ef fulltrúarnir 4, sem ríkisstjórnin og heimastjórnin hafa tilnefnt, eru sammála, er málið endanlega leitt til lykta. I öðrum tilfellum skera hæstaréttardómararnir úr málinu. 3. mgr. Ríkisstjórnin getur frestað gildistöku samþykktar eða ákvörðunar heimastjórnarinnar, sem er lögð fyrir nefndina, þar til niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.