Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 36
3) stuðla að með örfandi hætti, undirbúa, þróa og stjórna símenntunarnám- skeiðum fyrir dómara og starfsfólk dómstólanna, skilorðseftirlitsmenn og yfirmenn dómsmálastjórnarinnar. 4) að láta dómstóla- og réttarfarsráðinu og nefndum þess í té starfskrafta og aðstoð við rannsóknir og áætlanagerð, að svo miklu leyti sem önnur verkefni leyfa. Stofnunin er í sögufrægu húsi í höfuðborginni ,,The Dolley Madison House“ en það er kennt við eiginkonu James Madison, fjórða forseta Bandaríkjanna, en hún bjó þar eftir að hún varð ekkja. Hefur húsið verið í ríkiseign síðan 1940, og höfðu þar aðsetur áður Vísindastofnun Bandaríkjanna og síðan Flug- og geimferðastofnunin. I þau ár, sem stofnunin hefur starfað, hefur kröftunum verið beint að því höfuðverkefni að efla og bæta alríkisdómstólakerfið, auka afköst þess og skilvirkni. Þá hefur verið leitast við að vísa veginn og efna til margs konar samvinnu við að færa í betra horf starfsháttu og skipulag dómstóla um gjörvöll Bandaríkin. Eru þar með taldir dómstólar hinna einstöku ríkja. Svo sem áður sagði um hlutverk og verkefni er svið þessarar stofnunar mjög vítt. Beinast sum verkefna að því að reyna að sjá fyrir vandamál fram- tíðarinnar og finna ráð til að vinna bug á þeim, en önnur að því að taka gömul og langvarandi vandamál nýjum og betri tökum. Stjórn stofnunarinnar skipa 7 menn, og er forseti Hæstaréttar Bandaríkj- anna sjálfkjörinn formaður, 5 dómarar eru kjörnir af dómstóla- og réttarfars- ráðinu og sjöundi maðurinn er yfirmaður stjórnunarskrifstofu alríkisdóm- stólanna, og er hann sjálfkjörinn. Hinir 5 kjörnu sitja í 4 ár, og eru þá jafnan kjörnir nýir í þeirra stað. Stjórnin ræður forstöðumann, sem verður að láta af störfum sjötugur, en það er frávik frá réttarstöðu og lögkjörum alríkisdómara, sem forstöðumað- urinn nýtur að öðru leyti. Alríkisdómarar eru skipaðir fyrir lífstíð ,,on good behavior" eins og það er orðað. Allir forstöðumenn stofnunarinnar hafa verið dómarar, hinn fyrsti var Tom C. Clark síðar hæstaréttardómari. Nú- verandi forstöðumaður Leo Levin tók við starfi 1977. Hann var einnig lengi prófessor í lögum. Stofnunin skiptist í 4 deildir, sem hver annast ákveðið svið svo sem rann- sóknadeild, deild nýjunga og tæknibúnaðar, deild sem annast samskipti og samvinnu við aðrar stofnanir, sem vinna á líku sviði og síðast en ekki síst, símenntunar og starfsþjálfunardeildin. Má geta þess hér, að s. I. 10 ár hefur nær allt starfsfólk alríkisdómstólanna tekið þátt í einhvers konar námskeið- um eða notið starfsþjálfunar í einhverri mynd. Árið 1978 tók nær helmingur hins liðlega 11 þúsund manna starfsliðs alríkisdómstólanna þátt í einhvers konar námskeiði eða naut einhverrar starfsþjálfunar á vegum þessarar stofn- unar. Þá hefur hún staðið að útgáfu fjölmargra fræðslu- og fræðirita á þessu sviði. Áður en stofnun þessi kom til sögunnar, voru fyrir 5 aðrar þjóðfélagsstofn- anir, Hæstiréttur U.S.A. og dómstóla- og réttarfarsráðið svo að tvær séu nefndar, sem störfuðu að eða létu sig varða rekstur og stjórnun alríkis- dómstólanna. Eru þær enn við lýði. í dómstóla- og réttarfarsráðinu komu fram þær skoðanir á miðjum sjö- unda áratugnum, að miklu einbeittari og markvissari aðferðir yrði að við- 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.