Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 15
Þetta er hæpin niðurstaða. Yfirlýsingin er að dönskum landsrétti grundvöllur frekari lögfræðilegra ákvarðana um eignar- og ráðstöf- unarrétt yfir grænlenzkum náttúruauðlindum og því ekki hægt að hundsa hana, enda er hún felld inn í heimastjórnarlögin. Ennfremur segir í greinargerðinni, að þessi yfirlýsing sé hugsuð sem viðurkenn- ing á „vissum stjórnmála- og siðferðilegum kröfum, sem ber að virða. Þessar kröfur eiga rætur sínar að rekja til tilfinningalegrar samheldni (samhörighed) lands og íbúa, sem átt hafa þar heima öldum saman. Þessi samheldni leiðir náttúrulega til kröfugerðar um viss réttindi, sem hin hefðbundna lögfræðimálnotkun nær ekki til.“ Hér virðist farið með rangt mál. Lagareglur eru til um þetta efni, þótt ekki séu allir á eitt sáttir um túlkunina. Nægir þar að vísa til ályktunar allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna frá 14. desember 1962 (1803 (XVII)) um varanlegt fullveldi yfir náttúruauðlindum og til alþjóðlegu sáttmál- anna frá 1966 um efnahags-, félags- og menningarleg réttindi og um borgara- og stjórnmálaleg réttindi, sem Danmörk er aðili að. I sér- fræðiáliti til heimastjórnarnefndarinnar telur Peter Germer, prófessor í lögum við Árósaháskóla, að Grænlendingar sem þjóð hafi, á grund- velli ofangreindra sáttmála, eignar- og ráðstöfunarréttinn yfir þar- lendum náttúruauðlindum og að reglur laganna um neitunarvald full- nægi ekki kröfum sáttmálanna, sérstaklega þar sem málunum sé ráðið og þeim megi breyta einhliða með dönskum lögum. Grundvallarréttindin, sem taka skal tillit til skv. lögunum, eru talin upp í greinargerð: úrslitaáhrif á þróun hráefnamála, verndun hefð- bundinna atvinnuvega, menningar og lífshátta Grænlands og hagn- aðarhluti með það fyrir augum að skapa efnahagslegan grundvöll að betri lífsskilyrðum. Greinargerðin heldur áfram: „Engin þessara rétt- inda eru algild í lögfræðilegum skilningi, og þau ber ennfremur að skoða í ljósi æskilegrar stjórnskipunar fyrir ríki og íbúa, sem báðir aðilar viðurkenna.“ Meginreglunum til tryggingar þessara réttinda og til varðveizlu hagsmuna ríkisins er lýst svo: 1) Vegna lífshagsmuna grænlenzka samfélagsins og ríkisheildarinnar skulu skoðanir Grænlands og Dan- merkur vega jafnt við stefnumótunina um þróun hráefnamála og við ákvarðanatökur, sem hafa úrslitaþýðingu þaraðlútandi (ligestillings- princippet). 2) Vegna jafnræðisins ber að stofna sameiginlega nefnd ríkisvalds og heimastjórnar, sem komi sér saman um meiri háttar ákvarðanir, svo að aðilar geti hvor um sig stöðvað ákveðna og að þeirra áliti óæskilega þróun eða samninga (gensidig vetoret). I Grænlandi er þetta neitunarvald í höndum landsþingsins skv. 8. gr. 3. mgr. Neit- 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.