Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 12
Meginregla 4. og 5. gr. er, að löggjafar- og fjárveitingavald haldist í hendur. Ef heimastjórnin kýs að taka til sín málaflokk skv. 4. gr., ber hún og kostnaðinn af honum. Ef ríkisvaldið hins vegar felur heima- stjórninni ákveðinn málaflokk með framsalslögum skv. 5. gr., hvílir fjárveitingavaldið áfram hjá þjóðþinginu. Við það er miðað, að fram- sal málaflokks eigi sér ekki stað nema skv. ósk heimastjórnarinnar og að undangengnum samningaviðræðum um umfang og tímasetningu framsalsins og um fjárframlög ríkisins. Löggjafarvald landsþingsins skv. 4. gr. grundvallast á heimastjórnarlögunum, en tilskipunarvaldið skv. 5. gr. á sérstökum þjóðþingslögum fyrir hvern framseldan mála- flokk. Ráðherra ber ábyrgð á því, að heimastjórnin fari ekki út fyrir valdsvið sitt í málaflokkum yfirfærðum skv. 5. gr. 1 fylgiskjali með lögunum, sem vísað er til í 4. og 5. gr., eru eftir- farandi málaflokkar taldir upp: 1. Heimastjórnarfyrirkomulagið. 2. Sveitarstjórnarmál. 3. Skattar og opinber gjöld. 4. Þjóðkirkjan og trúarsamfélög utan þjóðkirkjunnar. 5. Fiskveiðar á landi, dýraveiðar, landbúnaður og hreindýrarækt. 6. Friðunarmál. 7. Skipulagsmál. 8. Verzlunar- og samkeppnislöggjöf, þmt. löggjöf um veitinga- og gistihús, reglur um áfenga drykki ásamt reglum um lokunar- tíma. 9. Félagsmál (Sociale forhold). 10. Málefni vinnumarkaðarins. 11. Kennslu- og menntamál, þmt. verknám. 12. önnur atvinnumál, þmt. fiskveiðar og framleiðslustarfsemi ríkisins, stuðningur við og þróun atvinnuveganna. 13. Heilbrigðismál. 14. Leigulöggjöf, húsnæðisaðstoð og stjórnun húsnæðismála. 15. Vöruinnflutningur og -dreifing. 16. Farþega- og farmflutningar innanlands. 17. Umhverfisvernd. Framsal málaflokka til heimastjórnarinnar mun fara fram smám saman til að tryggja örugga og vandkvæðalausa yfirfærslu. Um tíma- mörk er í nefndarálitinu lagt til, að málaflokkar 1—4 á fylgiskjalinu falli til heimastjórnarinnar ekki síðar en í ársbyrjun 1980, málaflokk- 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.