Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 49
taka þátt í öllum þessum aðgerðum, en undanfarin ár höfum við valið nokkrar úr, sem henta okkar aðstæðum. Þannig er nú unnið að aðgerðum sem sér- staklega beinast að mannréttindabrotum í Zaire. Þá er að Ijúka aðgerðum til styrktar baráttunni fyrir afnámi dauðarefsinga. Þáttur islandsdeildarinnar í þessu starfi hefur verið að hvetja áhrifamenn til að skrifa undir tilmæli til Sameinuðu þjóðanna um að þær beiti sér fyrir afnámi dauðarefsinga hvar- vetna í heiminum. Er vonast til að slík tilmæli, víðsvegar að úr heiminum, geti orðið til þess að samþykktar verði afdráttarlausar ályktanir gegn beitingu dauðarefsinga á næsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Dagana 7.—10. júní s.l. var hér á landi Malcolm Tigerschiold, deildarstjóri þeirrar skrifstofu aðalstöðva Amnesti, sem sér um samskipti aðalstöðvanna við hinar ýmsu deildir. Hann kom hér fram í útvarpi og sjónvarpi. Þá hélt hann fyrirlestur í Norræna húsinu að kvöldi þess 9. júní, og einnig gafst stjórn- endum íslandsdeildarinnar kostur á að bera saman bækur sínar við hann. Síðast en ekki síst ber að geta þess, að íslandsdeildin fékk inni fyrir basar á Lækjartorgi föstudaginn 13. júní s.l. Voru þar seldar kökur og brauð og einnig vörur sem ýmis fyrirtæki höfðu gefið. Hafði verið leitað til félagsmanna um bakstur. Skemmst er frá því að segja, að þetta gekk allt með afbrigðum vel. Ber sérstaklega að þakka, hversu félagsmenn og aðrir brugðust vel við um baksturinn o.fl., og svo dugnað fjáröflunarhóps, sem vinnur undir styrkri leiðsögn Guðríðar Magnúsdóttur. í sambandi við basarinn voru samtökin einnig kynnt, afhentir bæklingar og seldar peysur og bolir með merki sam- takanna. Hrafn Bragason. MÁLÞING DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS Hinn 7. júní s.l. var haldið árlegt málþing Dómarafélags íslands i félags- heimilinu Fólkvangi á Kjalarnesi. Viðfangsefnið þessu sinni var um starfshætti dómara, starfsskilyrði, starfsþjálfun, menntun og endurmenntun. Formaður félagsins dr. Ármann Snævarr hæstaréttardómari setti málþingið kl. 10 árdegis og fól síðan stjórnina Hrafni Bragasyni borgardómara, sem í upphafi kynnti mönnum tilhögun þingsins og dagskrá þess. Fyrstur frummælenda var Ármann Snævarr, sem flutti erindi um efnið í heild. Kom hann víða við f máli sínu. Ræddi hann m.a. nokkuð sjálfstæði dómstóla landsins, og í því sambandi varpaði hann fram þeirri spurningu, hvort grundvallarhugsun að baki stjórnarskrárákvæða um dómstóla væri full- nægt svo sem málum væri háttað í raun um samskipti dómstóla og fram- kvæmdavalds. Kvað hann þetta mikið og alvarlegt íhugunarefni dómenda. Ármann fjallaði ítarlega um starfsskilyrði við dómstólana og vék sérstak- lega að tæknibúnaði þeim, sem nú væri fyrir hendi, en þó einkum þeim, sem enn væri þar ekki tiltækur, sérílagi tölvuvtækni margs konar. Garðar Gíslason borgardómari tók næstur til máls og ræddi um dómhús f Reykjavík. Rakti hann forsögu málsins og feril til þessa og kom fram m.a., að sótt hefði verið um lóð undir húsið og rætt við borgarverkfræðing um 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.