Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 8
1 október 1975 skipaði ráðherrann svo aðra heimastjórnarnefnd (hjemmestyrekommissionen), sem í apríl og júní 1978 skilaði ítarlegri skýrslu í 4 bindum, ma. lagafrumvarpi því um heimastjórn, sem danska þingið samþykkti óbreytt haustið 1978. í þessari nefnd sátu 15 full- trúar, 7 Grænlendingar (5 kjörnir af landsráðinu og báðir þjóðþings- mennirnir) og 8 Danir (7 kjörnir af þjóðþinginu og formaður tilnefnd- ur af Grænlandsmálaráðherranum). Tveir Danir í nefndinni skiluðu séráliti; að öðru leyti voru niðurstöður hennar samhljóða. Þessi nefnd benti á, að heimastjórnartillögurnar væru í anda þróun- ar innan Danmerkur og utan. Danskar sveitarstjórnir hefðu fengið fleiri verkefni en áður á kostnað miðstjórnarinnar, og á alþjóðlegum vettvangi mætti greina tilhneigingu í þá átt að fela íbúum afskekktra svæða aukna sjálfsstjórn innan viðkomandi ríkja. Samvinna Inúíta í 3ur löndum væri dæmi um þessa þróun. Tillaga Steen Folke í nefnd- inni, en hann skilaði öðru minnihlutaálitinu, um að lögfesta rétt heima- stjórnarinnar til að taka þátt í samvinnu skyldra þjóða og minnihluta- hópa, náði þó ekki fram að ganga. Nefndin tók og skýrt fram í skýrslu sinni, að sjálfstæði Grænlands væri ekki takmarkið, heldur sjálfsstjórn og varðveizla grænlenzkra sérkenna innan danska ríkisins. Síðasta at- riðið, verndun ríkisheildarinnar, fer ekki fram hjá neinum, þegar lögin, sem hér eru til umfjöllunar, eru skoðuð nánar. Þetta er í stuttu máli hinn formlegi aðdragandi að heimastjórnar- lögunum. Tilurð og niðurstöður hafa sætt verulegri gagnrýni, einkum og sérílagi málamiðlunin um eignar- og ráðstöfunarréttinn yfir græn- lenzkum náttúruauðlindum, hinn danski nefndarmeirihluti og hið Guðmundur S. Alfreðsson lauk embættisprófi frá lagadeild H.í. 1975 og varð „Master of Com- parative Jurisprudence“ við New York Univer- sity 1976. Hann var við framhaldsnám í þjóða- rétti við Harvard Law School 1976—7 og frá þessu hausti, en við Max-Planck-lnstitut fur aus- lándisches, öffentliches Recht und Völkerrecht í Heidelberg 1977—9 og við lagadeild Kaup- mannahafnarháskóla 1979—80. Hann vinnur að ritgerð um réttarstöðu Grænlands. i grein þeirri, sem hér birtist, er sagt frá heimastjórnarlögun- um fyrir Grænland frá 1978, texti þeirra birtur í íslenskri þýðingu og settar fram ýmsar athuga- semdir um lögin. 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.