Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Side 8

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Side 8
1 október 1975 skipaði ráðherrann svo aðra heimastjórnarnefnd (hjemmestyrekommissionen), sem í apríl og júní 1978 skilaði ítarlegri skýrslu í 4 bindum, ma. lagafrumvarpi því um heimastjórn, sem danska þingið samþykkti óbreytt haustið 1978. í þessari nefnd sátu 15 full- trúar, 7 Grænlendingar (5 kjörnir af landsráðinu og báðir þjóðþings- mennirnir) og 8 Danir (7 kjörnir af þjóðþinginu og formaður tilnefnd- ur af Grænlandsmálaráðherranum). Tveir Danir í nefndinni skiluðu séráliti; að öðru leyti voru niðurstöður hennar samhljóða. Þessi nefnd benti á, að heimastjórnartillögurnar væru í anda þróun- ar innan Danmerkur og utan. Danskar sveitarstjórnir hefðu fengið fleiri verkefni en áður á kostnað miðstjórnarinnar, og á alþjóðlegum vettvangi mætti greina tilhneigingu í þá átt að fela íbúum afskekktra svæða aukna sjálfsstjórn innan viðkomandi ríkja. Samvinna Inúíta í 3ur löndum væri dæmi um þessa þróun. Tillaga Steen Folke í nefnd- inni, en hann skilaði öðru minnihlutaálitinu, um að lögfesta rétt heima- stjórnarinnar til að taka þátt í samvinnu skyldra þjóða og minnihluta- hópa, náði þó ekki fram að ganga. Nefndin tók og skýrt fram í skýrslu sinni, að sjálfstæði Grænlands væri ekki takmarkið, heldur sjálfsstjórn og varðveizla grænlenzkra sérkenna innan danska ríkisins. Síðasta at- riðið, verndun ríkisheildarinnar, fer ekki fram hjá neinum, þegar lögin, sem hér eru til umfjöllunar, eru skoðuð nánar. Þetta er í stuttu máli hinn formlegi aðdragandi að heimastjórnar- lögunum. Tilurð og niðurstöður hafa sætt verulegri gagnrýni, einkum og sérílagi málamiðlunin um eignar- og ráðstöfunarréttinn yfir græn- lenzkum náttúruauðlindum, hinn danski nefndarmeirihluti og hið Guðmundur S. Alfreðsson lauk embættisprófi frá lagadeild H.í. 1975 og varð „Master of Com- parative Jurisprudence“ við New York Univer- sity 1976. Hann var við framhaldsnám í þjóða- rétti við Harvard Law School 1976—7 og frá þessu hausti, en við Max-Planck-lnstitut fur aus- lándisches, öffentliches Recht und Völkerrecht í Heidelberg 1977—9 og við lagadeild Kaup- mannahafnarháskóla 1979—80. Hann vinnur að ritgerð um réttarstöðu Grænlands. i grein þeirri, sem hér birtist, er sagt frá heimastjórnarlögun- um fyrir Grænland frá 1978, texti þeirra birtur í íslenskri þýðingu og settar fram ýmsar athuga- semdir um lögin. 70

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.