Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 13
ar 5—11 ekki síðar en í ársbyrjun 1981 og málaflokkur 12 ekki síðar en í ársbyrjun 1984. Heimastjórnarnefndin samdi og frumvörp til nokkurra framsals- laga (þjóðþingslaga) skv. 5. gr., þar sem gert er ráð fyrir, að fjár- veitingavaldið verði áfram í höndum ríkisvaldsins, td. um kirkju-, félags- og skólamál, bókasöfn, útvarp og sjónvarp, verknám og at- vinnumiðlun. Dönsk fjárframlög verða ákveðin til 3ja ára í senn á grundvelli þeirra útgjalda, sem danska ríkið hefur til þessa haft af viðkomandi málaflokkum, og verða greidd heimastjórninni árlega og án beinna kvaða um notkunina. Umsjón með og stjórnun atvinnuvega og efnahagslífs geta skv. lögum þessum að nokkru leyti komið í hlut heimastjórnarinnar. Það er etv. mikilvægasta forsenda þess, að Grænlendingar komi undir sig fótunum og verði með tímanum herrar í eigin landi. Heimastjórnin mun þegar fá aukin áhrif á stjórn Konunglegu Grænlandsverzlunar- innar og stefnt er að því, að fyrirtækið eða verkefni þess falli síðar að öllu leyti til heimastjórnarinnar. Nefndin leggur til, að opinberir grænlenzkir aðilar taki við framleiðslustarfsemi KG, en sölustarfsem- in verði annaðhvort falin hinu opinbera eða frjálsu sölusambandi og þá helzt með þátttöku einkaaðila í framleiðslugreinunum. Nefndin bendir á færeysku Fiskasöluna sem hugsanlegt fordæmi. Þess er þó rétt að geta í sambandi við liði 5 og 12 á fylgiskjalinu, að friðunar- og verndunaraðgei'ðir og kvótar á grænlenzkum fiskimiðum eru sem stendur að verulegu leyti í höndum Efnahagsbandalagsins, svo og ým- is önnur atvinnumál. Rétt er að leiða hugann að því, hvað stendur ekki á fylgiskjalinu. í skýrslu heimastjórnarnefndai'innar eru taldir upp nokkrir mála- flokkar, sem heyra undir ríkisvaldið og verða ekki að óbreyttri stjórn- arski'á framseldir til heimastjórnarinnar, þótt þeir varði grænlenzk málefni og hagsmuni. Meðal þessai’a málaflokka eru danska stjórn- skipunin svo sem kosningaréttur og kjörgengi til danska þjóðþingsins og mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnai', dómstólakerfið og réttar- far bæði í einka- og opinberum málum, fangelsismál, samskiptin við útlönd sbr. þó 13.—16. gr. heimastjórnarlaganna, varnarmál, fjármál ríkisins svo sem gjaldmiðils- og gjaldeyrismál og almennar reglur persónu-, fjölskyldu-, erfða- og fjármunaréttarins. f þessum mála- flokkum og öðrum, sem ekki verða eða hafa verið framseldir til heimastjórnarinnar, helzt löggjafar- og framkvæmdavald óbreytt í höndum danska ríkisins. Grænlandsmálai'áðuneytið og ráðherra ábyrg- ur fyrir því gegna áfram fyrri hlutverkum með þeim takmörkum þó, 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.