Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Síða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Síða 13
ar 5—11 ekki síðar en í ársbyrjun 1981 og málaflokkur 12 ekki síðar en í ársbyrjun 1984. Heimastjórnarnefndin samdi og frumvörp til nokkurra framsals- laga (þjóðþingslaga) skv. 5. gr., þar sem gert er ráð fyrir, að fjár- veitingavaldið verði áfram í höndum ríkisvaldsins, td. um kirkju-, félags- og skólamál, bókasöfn, útvarp og sjónvarp, verknám og at- vinnumiðlun. Dönsk fjárframlög verða ákveðin til 3ja ára í senn á grundvelli þeirra útgjalda, sem danska ríkið hefur til þessa haft af viðkomandi málaflokkum, og verða greidd heimastjórninni árlega og án beinna kvaða um notkunina. Umsjón með og stjórnun atvinnuvega og efnahagslífs geta skv. lögum þessum að nokkru leyti komið í hlut heimastjórnarinnar. Það er etv. mikilvægasta forsenda þess, að Grænlendingar komi undir sig fótunum og verði með tímanum herrar í eigin landi. Heimastjórnin mun þegar fá aukin áhrif á stjórn Konunglegu Grænlandsverzlunar- innar og stefnt er að því, að fyrirtækið eða verkefni þess falli síðar að öllu leyti til heimastjórnarinnar. Nefndin leggur til, að opinberir grænlenzkir aðilar taki við framleiðslustarfsemi KG, en sölustarfsem- in verði annaðhvort falin hinu opinbera eða frjálsu sölusambandi og þá helzt með þátttöku einkaaðila í framleiðslugreinunum. Nefndin bendir á færeysku Fiskasöluna sem hugsanlegt fordæmi. Þess er þó rétt að geta í sambandi við liði 5 og 12 á fylgiskjalinu, að friðunar- og verndunaraðgei'ðir og kvótar á grænlenzkum fiskimiðum eru sem stendur að verulegu leyti í höndum Efnahagsbandalagsins, svo og ým- is önnur atvinnumál. Rétt er að leiða hugann að því, hvað stendur ekki á fylgiskjalinu. í skýrslu heimastjórnarnefndai'innar eru taldir upp nokkrir mála- flokkar, sem heyra undir ríkisvaldið og verða ekki að óbreyttri stjórn- arski'á framseldir til heimastjórnarinnar, þótt þeir varði grænlenzk málefni og hagsmuni. Meðal þessai’a málaflokka eru danska stjórn- skipunin svo sem kosningaréttur og kjörgengi til danska þjóðþingsins og mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnai', dómstólakerfið og réttar- far bæði í einka- og opinberum málum, fangelsismál, samskiptin við útlönd sbr. þó 13.—16. gr. heimastjórnarlaganna, varnarmál, fjármál ríkisins svo sem gjaldmiðils- og gjaldeyrismál og almennar reglur persónu-, fjölskyldu-, erfða- og fjármunaréttarins. f þessum mála- flokkum og öðrum, sem ekki verða eða hafa verið framseldir til heimastjórnarinnar, helzt löggjafar- og framkvæmdavald óbreytt í höndum danska ríkisins. Grænlandsmálai'áðuneytið og ráðherra ábyrg- ur fyrir því gegna áfram fyrri hlutverkum með þeim takmörkum þó, 75

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.