Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 31
greiningu á hlutafélögum eftir stærð þeirra og því borið við, að alls- herjargreining gerði alla framkvæmd þessara mála flóknari. Vel má vera, að slík greining hefði í för með sér aukið starf fyrir þá opin- beru aðila, sem ætlað er að annast framkvæmd laganna, en fyrir t.d. stofnendur og stjórnendur hlutafélaganna gæti greiningin horft til einföldunar og vinnusparnaðar. Það er því með vissum hætti upp- gjöf, að skjóta sér á bak við flókna lagaframkvæmd. Og þótt hér á landi hafi ekki verið lögfestir tveir lagabálkar um félög með takmark- aða ábyrgð líkt og í Danmörku, hefði vel mátt koma því við í nýju hlutafélágalögunum að undanþiggja í ríkara mæli minni hlutafélög ýms- um ákvæðum laganna eða a.m.k. hafa kröfurnar til þeirra vægari. Þess skal getið, að .í nýjum hlutafélagalögum Svía, er tóku gildi í árs- byrjun 1977, er gerður greinarmunur á stórum hlutafélögum og litl- um með þeim hætti, að minni félögin eru undanþæg mörgum ákvæð- um laganna. Þótt ekki hafi það náð fram að ganga á sínum tíma, skal það nefnt, að sænskir fræðimenn í félagarétti voru þess mjög fýsandi, að réttarreglur um hlutafélög væru alfarið aðgreindar eftir stærð fyrir- tækjanna. Skriffinnska og atvinnurekstur. Margir hafa haft á orði, að skriffinnskan, er atvinnurekstri fylgi, fari vaxandi með ári hverju. Atvinnurekendur séu neyddir með laga- boðum og fyrirmælum stjórnvalda til að eyða tíma sínum í alls konar formsatriði og afskipti hins opinbera af innri málum fyrirtækja yfir- leitt aukist einnig stöðugt. Um réttmæti þessara skoðana skal eigi fjölyrt hér. Á hinn bóginn fer ekki hjá því, að slíkar skoðanir rifjist upp, þegar hugað er að ýmsum ófrávíkjanlegum ákvæðum lága nr. 32/1978 um hlutafélög. Æskilegt er, að sem flest fyrirtæki starfi eftir félagsformi, sem ótvírætt er lýst í lögum. Félög með ótakmarkaða ábyrgð, t. d. sameignarfélög, eru mjög al- geng hérlendis. Þetta félágsform er þó a.m.k. að því leyti óæskilegt, að beinni löggjöf varðandi sameignarfélögin er ekki til að dreifa, þó að finna megi einhver dæmi þess, að þeirra sé getið í lögum. Enda er staðreynd, að margt varðandi stöðu sameignarfélaga í íslenskum rétti er óljóst. Þetta er ekki aðeins í huga leikmanna, heldur er einnig að finna dæmi ágreinings meðal fræðimanna um atriði tengd sam- eignarfélagsfoiTninu. Hlutafélagalögin mega því ekki vera þannig úr 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.