Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Page 31

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Page 31
greiningu á hlutafélögum eftir stærð þeirra og því borið við, að alls- herjargreining gerði alla framkvæmd þessara mála flóknari. Vel má vera, að slík greining hefði í för með sér aukið starf fyrir þá opin- beru aðila, sem ætlað er að annast framkvæmd laganna, en fyrir t.d. stofnendur og stjórnendur hlutafélaganna gæti greiningin horft til einföldunar og vinnusparnaðar. Það er því með vissum hætti upp- gjöf, að skjóta sér á bak við flókna lagaframkvæmd. Og þótt hér á landi hafi ekki verið lögfestir tveir lagabálkar um félög með takmark- aða ábyrgð líkt og í Danmörku, hefði vel mátt koma því við í nýju hlutafélágalögunum að undanþiggja í ríkara mæli minni hlutafélög ýms- um ákvæðum laganna eða a.m.k. hafa kröfurnar til þeirra vægari. Þess skal getið, að .í nýjum hlutafélagalögum Svía, er tóku gildi í árs- byrjun 1977, er gerður greinarmunur á stórum hlutafélögum og litl- um með þeim hætti, að minni félögin eru undanþæg mörgum ákvæð- um laganna. Þótt ekki hafi það náð fram að ganga á sínum tíma, skal það nefnt, að sænskir fræðimenn í félagarétti voru þess mjög fýsandi, að réttarreglur um hlutafélög væru alfarið aðgreindar eftir stærð fyrir- tækjanna. Skriffinnska og atvinnurekstur. Margir hafa haft á orði, að skriffinnskan, er atvinnurekstri fylgi, fari vaxandi með ári hverju. Atvinnurekendur séu neyddir með laga- boðum og fyrirmælum stjórnvalda til að eyða tíma sínum í alls konar formsatriði og afskipti hins opinbera af innri málum fyrirtækja yfir- leitt aukist einnig stöðugt. Um réttmæti þessara skoðana skal eigi fjölyrt hér. Á hinn bóginn fer ekki hjá því, að slíkar skoðanir rifjist upp, þegar hugað er að ýmsum ófrávíkjanlegum ákvæðum lága nr. 32/1978 um hlutafélög. Æskilegt er, að sem flest fyrirtæki starfi eftir félagsformi, sem ótvírætt er lýst í lögum. Félög með ótakmarkaða ábyrgð, t. d. sameignarfélög, eru mjög al- geng hérlendis. Þetta félágsform er þó a.m.k. að því leyti óæskilegt, að beinni löggjöf varðandi sameignarfélögin er ekki til að dreifa, þó að finna megi einhver dæmi þess, að þeirra sé getið í lögum. Enda er staðreynd, að margt varðandi stöðu sameignarfélaga í íslenskum rétti er óljóst. Þetta er ekki aðeins í huga leikmanna, heldur er einnig að finna dæmi ágreinings meðal fræðimanna um atriði tengd sam- eignarfélagsfoiTninu. Hlutafélagalögin mega því ekki vera þannig úr 93

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.