Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 43
landi. Hafa hópar dómara og fræðimanna í lögfræði frá hvoru landi um sig heimsótt hitt landið og starfað þar um hríð með starfssystkinum sínum. Síðdegis þennan sama dag, miðvikudaginn 10. október 1979, fórum við fjórir saman í dómhús á austurhluta Manhattan til að vera við dómþing svo- nefndrar smámáladeildar (Small Claim Division) þorgardóms New York- borgar. Við komum tímanlega á staðinn, en dómþing skyldi sett kl. hálf sjö og standa til 10 um kvöldið. Áður en byrjað var á réttarhöldunum, hittum við að máli ýmsa starfsmenn dómstólsins, sem gáfu greið svör við spurn- ingum okkar og veittu upplýsingar um dómþingið, sem í vændum var. Þetta réttarfarsúrræði, smámáladómstóllinn, á sér nær 60 ára sögu í Bandaríkjunum. Eru reglur mismunandi eftir ríkjum, en algengast er, að það taki til mála út af fjárkröfum, sem fari ekki fram úr $ 500 til $ 1.000. Sums staðar, svo sem í New York-ríki, er málshöfðunarréttur bundinn við einstakl- inga, en félögum meinað þetta úrræði. Á hinn bóginn er auðvitað heimilt að stefna félögum fyrir dóminn. Þarna er vikið frá öllum ströngum formkröfum, því að áherslan er lögð á skjóta og greiða málsmeðferð. Menn snúa sér til skrifstofu dómstólsins með gögn varðandi þá kröfu, sem þeir hyggjast sækja, og er þá gefin út réttar- stefna fyrir vægt gjald, svo og vitnastefnur, ef um það er að ræða. Aðilar, einkum sóknaraðilar, eiga kost á fullkomnum leiðbeiningum starfsmanna dómstólsins, til þess að gera þeim kleift að reka mál sín sjálfir, en dómþingin eru ávallt á kvöldin 4 daga vikunnar. Aðilar mega að sjálfsögðu fela lögmanni mál sitt. Þetta kvöld voru 175 mál á dagskrá. í ítarlegri setningarræðu vék dómarinn m. a. að því, að í flestum málanna væri til sanngjörn og réttlát lausn, sem aðilar ættu að geta sætt sig við. Vandinn væri að finna hana. Því væri rétt, að hver reyndi að hafa samband við sinn mótaðila og fara að leita að lausn- inni. Fór að verða hreyfing á fólkinu í dómsalnum, er dómritarinn hóf að lesa upp nöfn málsaðila. Aðaldómarinn fór strax að hlusta á málatilbúnað og úrskurða, en I minni dómsal inn af var annar dómari til reiðu, ef til aðila- og vitnayfirheyrslna skyldi koma. Hlustuðum við um hríð á yfirheyrslur í máli, sem kona nokkur höfðaði gegn hljómleikahúsinu Carnegie Hall, en hún hafði dottið þar í tröppum og slasast á fæti. I herbergjum til hliðar við aðal dómsalinn fór fram samningsbundin gerð- ardómsmeðferð mála. Fannst okkur þetta mjög athyglisvert atriði, en 85% allra úrskurðaðra mála eru afgreidd á þennan hátt. Um 800 úr hópi hæfustu lögmanna borgarinnar gefa kost á sér til gerðardómarastarfa án launa, og eru venjulega 8—10 til taks á hverju dómþingi. Aðilar undirrita gerðardóms- samning, eftir að lögmaðurinn hefur útskýrt og brýnt fyrir þeim mikilvægi hans, en hann þýðir það í reynd, að þeir fela einum manni endanlegt úr- skurðarvald í deilu sinni. Úrskurðum dómaranna má hins vegar áfrýja. Við fylgdumst með gerðardómsmeðferð fram eftir kvöldi, og var það mjög áhugavert. Aðilar fluttu mál sitt undantekningarlaust sjálfir, og í beinu framhaldi af því úrskurðaði dómarinn í málinu. Var þetta bæði skemmti- leg og fróðleg innsýn í mannlífið í stórborginni, en á göngum, í skotum og hornum stungu menn saman nefjum, jöfnuðu sjálfir ágreining sinn eða sömdu um að setja hann í gerð. Daginn eftir var farið í dómhús og verið við réttarhöld. Þar næsta dag, 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.