Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 45
NÍUNDI FRÆÐAFUNDUR EVRÓPURÁÐSINS UM LÖGFRÆÐI Á vegum EvrópuráSsins hafa verið haldnir fræðafundir um ýmis lögfræði- leg efni, sem þótt hafa sérstaklega mikilvæg fyrir rétt aðildarríkja ráðsins. Var fyrsti fundurinn haldinn á árinu 1969. Fer hér á eftir skrá um fundina sem á ensku eru nefndir „Colloquies on European Law“: 1. London, 1969. 2. Aarhus, 1971. 3. Wurzburg, 1972. 4. Vínarborg, 1974. 5. Lyon, 1975. 6. Leiden, 1976. 7. Bari, 1977. 8. Neuchátel, 1978. 9. Madrid, 1979. „Bætur fyrir ófjárhagslegt tjón.“ „Gagnkvæm milliríkjaaðstoð í stjórnsýslumálum." „Bótaábyrgð vinnuveitanda vegna athafna starfsmanna hans.“ „Lögráð og forsjá barna.“ „Skaðabótaskylda lækna.“ „Lögfræðiþjónusta fyrir efnalítið fólk, einkum í borgum." „Þátttaka almennings í undirbúningi löggjafar og stjórn- valdsákvarðana." „Staðlaðir samningsskilmálar." „Bótaábyrgð ríkis og sveitarfélaga." Næsti fræðafundur í þessari fundaröð verður haldinn á þessu ári (1980) í Liége, og verður þar fjallað um lögfræðileg sjónarmið varðandi vísinda- rannsóknir. Af hálfu íslands hefur aðeins verið tekið þátt í sumum fundanna. Hlutverk funda þessara er fyrst og fremst fræðilegt. Þeim er ætlað að kynna gildandi rétt Evrópuríkja, m. a. með samanburði á reglum hinna ýmsu ríkja, og að vera vettvangur fræðilegrar athugunar á réttarreglum og skoð- anaskipta fræðimanna. Á fundunum eru því ekki gerðar neinar ályktanir, en í Iok (Deirra eru dregnar saman helstu niðurstöður. Geta niðurstöðurnar að sjálfsögðu falið í sér veigamiklar ábendingar fyrir þá aðila, sem hafa bein áhrif á stefnumörkun á sviði lagasetningar. Níundi fræðafundur Evrópuráðsins um lögfræði var haldinn í Madrid 2.—4. október 1979. Fóru fundarstörf fram í húsakynnum lagadeildar Complutense háskólans. Forseti fundarins var prófessor E. Garcia de Enterria frá Madrid. Reglulegir þátttakendur voru 41, en auk þeirra voru á fundinum í boði háskólans allmargir spænskir lögfræðingar. Undirritaður sat fundinn sem fulltrúi íslands. Viðfangsefni fræðafundarins var BótaábyrgS ríkis og sveitarfélaga vegna tjóns af völdum starfsmanna þeirra eða stjórnsýsluaðila. Var viðfangsefninu skipt í eftirtalda fjóra þætti: (1) Ábyrgðarsviðið. Framsögu um það efni hafði Dr. Bender, prófessor í háskólanum í Freiburg. (2) Bótagrundvöllur. Frummælandi var Leguina, prófessor í San Sebastian. (3) Hvað bætt skuli og hvernig. Framsögumaður var Dr. Schwarzenbach, dómari við stjórnsýsludómstólinn í Zurich. (4) Bótaskyldir aðilar. Frummælandi um þetta efni var Wade, prófessor í stjórnarfarsrétti í Cambridge. Þessir fjórir meginþættir voru ræddir hver í sínu lagi á sameiginlegum fundum allra þátttakenda fyrstu tvo fundardagana. Síðasta daginn var enn 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.