Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Síða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Síða 45
NÍUNDI FRÆÐAFUNDUR EVRÓPURÁÐSINS UM LÖGFRÆÐI Á vegum EvrópuráSsins hafa verið haldnir fræðafundir um ýmis lögfræði- leg efni, sem þótt hafa sérstaklega mikilvæg fyrir rétt aðildarríkja ráðsins. Var fyrsti fundurinn haldinn á árinu 1969. Fer hér á eftir skrá um fundina sem á ensku eru nefndir „Colloquies on European Law“: 1. London, 1969. 2. Aarhus, 1971. 3. Wurzburg, 1972. 4. Vínarborg, 1974. 5. Lyon, 1975. 6. Leiden, 1976. 7. Bari, 1977. 8. Neuchátel, 1978. 9. Madrid, 1979. „Bætur fyrir ófjárhagslegt tjón.“ „Gagnkvæm milliríkjaaðstoð í stjórnsýslumálum." „Bótaábyrgð vinnuveitanda vegna athafna starfsmanna hans.“ „Lögráð og forsjá barna.“ „Skaðabótaskylda lækna.“ „Lögfræðiþjónusta fyrir efnalítið fólk, einkum í borgum." „Þátttaka almennings í undirbúningi löggjafar og stjórn- valdsákvarðana." „Staðlaðir samningsskilmálar." „Bótaábyrgð ríkis og sveitarfélaga." Næsti fræðafundur í þessari fundaröð verður haldinn á þessu ári (1980) í Liége, og verður þar fjallað um lögfræðileg sjónarmið varðandi vísinda- rannsóknir. Af hálfu íslands hefur aðeins verið tekið þátt í sumum fundanna. Hlutverk funda þessara er fyrst og fremst fræðilegt. Þeim er ætlað að kynna gildandi rétt Evrópuríkja, m. a. með samanburði á reglum hinna ýmsu ríkja, og að vera vettvangur fræðilegrar athugunar á réttarreglum og skoð- anaskipta fræðimanna. Á fundunum eru því ekki gerðar neinar ályktanir, en í Iok (Deirra eru dregnar saman helstu niðurstöður. Geta niðurstöðurnar að sjálfsögðu falið í sér veigamiklar ábendingar fyrir þá aðila, sem hafa bein áhrif á stefnumörkun á sviði lagasetningar. Níundi fræðafundur Evrópuráðsins um lögfræði var haldinn í Madrid 2.—4. október 1979. Fóru fundarstörf fram í húsakynnum lagadeildar Complutense háskólans. Forseti fundarins var prófessor E. Garcia de Enterria frá Madrid. Reglulegir þátttakendur voru 41, en auk þeirra voru á fundinum í boði háskólans allmargir spænskir lögfræðingar. Undirritaður sat fundinn sem fulltrúi íslands. Viðfangsefni fræðafundarins var BótaábyrgS ríkis og sveitarfélaga vegna tjóns af völdum starfsmanna þeirra eða stjórnsýsluaðila. Var viðfangsefninu skipt í eftirtalda fjóra þætti: (1) Ábyrgðarsviðið. Framsögu um það efni hafði Dr. Bender, prófessor í háskólanum í Freiburg. (2) Bótagrundvöllur. Frummælandi var Leguina, prófessor í San Sebastian. (3) Hvað bætt skuli og hvernig. Framsögumaður var Dr. Schwarzenbach, dómari við stjórnsýsludómstólinn í Zurich. (4) Bótaskyldir aðilar. Frummælandi um þetta efni var Wade, prófessor í stjórnarfarsrétti í Cambridge. Þessir fjórir meginþættir voru ræddir hver í sínu lagi á sameiginlegum fundum allra þátttakenda fyrstu tvo fundardagana. Síðasta daginn var enn 107

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.