Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 27
ar. Verði hins vegar fundur haldinn, eru hluthafar ekki bundnir af sérstöku fundaformi. Löggiltra endurskoðenda er krafist, þegar um er að ræða „aktie- selskaber“; í „anpartsselskaber“ er löggilding ekki gerð að skilyrði. 1 82. gr. íslensku hlutafélagalaganna er þess krafist, að á aðalfundi hlutafélaga af tiltekinni stærð skuli a.m.k. einn endurskoðandi kjörinn, sem er löggiltur. Endurskoðendur skulu gera endurskoðunarskýrslu fyrir „aktiesel- skab“, sem síðan skal lögð fyrir aðalfund. Þetta er ekki nauðsynlegt í „anpartsselskaber“ nema í undantekningartilvikum. Samningafrelsi Sú er meginreglan í báðum umræddum félagsformum, að réttindi hlutafjáreigenda séu í samræmi við hlutafjáreign. I félagssamþykktum er þó unnt að ákveða, að tilteknir hlutir skuli hafa meira atkvæða- gildi en aðrir, og einnig að vissum hlutum fylgi meiri forkaupsréttur að hlutabréfum en öðrum. Möguleikar á að skipa þessum málum eru þó takmarkaðri í „aktieselskab“, en þar má atkvæðagildi hlutar ekki vera meira en tífalt annars jafnstórs, sbr. samsvarandi ákvæði í 65. gr. 2. mgr. íslensku laganna. 1 „anpartsselskab“ er mönnum frjálst að semja um hvað sem er í þessum efnum. Er jafnvel unnt að skipa mál- um þannig, að tilteknum hlutum fylgi enginn atkvæðisréttur. Ákvörðun um breytingar á félagssamþykktum í „aktieselskab“ er því aðeins gild, að 2/3 hlutar þeirra, sem ráða 2/3 hlutum atkvæða, samþykki hana, sbr. samsvarandi ákvæði í 76. gr. 1. mgr. íslensku laganna. I samþykktum fyrir „anpartsselskab“ er unnt að setja ákvæði varðandi þetta á hvaða hátt sem er, t.d. að einfaldur meirihluti geti breytt félagssamþykktunum. Minnihlutavernd Greinilegt er af lagaákvæðunum um minnihlutavernd, að löggjafinn hefur reiknað með því, að hluthafar í „aktieselskab" væru að öllu jöfnu fleiri heldur en í „anpartsselskab“. Þannig geta þeir, sem ráða aðeins 1/10 hluta hlutafjárins, krafist vissra réttinda sem minnihluti. I „anpartsselskab" er samsvarandi minnihlutavernd bundin við þá aðila, sem ráða a.m.k. 1/4 af hlutafénu. Minnihlutaverndin kemur m.a. fram í rétti til að krefjast aukafunda, sbr. samsvarandi ákvæði í 80. gr. 2. mgr. íslensku laganna, sem setur mörkin við 1/5 hluta, í rétti til að krefjast þess, að félagi sé slitið með dómi, sbr. samsvarandi 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.