Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 39
ton. Að lokinni skoðunarferð um bygginguna tók John Sirica héraðsdómari á móti hópnum á einkaskrifstofu sinni. Sirica dómari öðlaðist heimsfrægð 1973, er hann stjórnaði Watergate réttarhöldunum svonefndu. Undir rekstrin- um kvað hann upp úrskurð, sem er einstæður í allri réttarsögu Bandaríkj- anna, en samkvæmt honum var sú skylda lögð á Nixon þáverandi Banda- ríkjaforseta að afhenda dóminum tilteknar segulbandsspólur. Þessu hafði verið harðvítuglega mótmælt af hálfu forsetans með ýmsum lögfræðilegum rökum og m. a. skírskotun til öryggis ríkisins og til sérréttinda forsetans sem æðsta handhafa framkvæmdavaldsins. Þótti einbeitni og stefnufesta Sirica í þessu máli aðdáunarverð. Sirica spjallaði góða stund við okkur og rakti ýmis atriði úr ferli sínum sem lögmanns og dómara, en hann var skipaður í embætti af Nixon forseta, sem hann hafði stutt dyggilega í kosningabaráttunni. Menn virðast á einu máli um það, að Nixon hafi ekki verið sætt í embætti lengur eftir að lög- menn hans fullnægðu úrskurði Sirica og afhentu segulbandsspólurnar, enda sagði forsetinn af sér skömmu síðar. Sirica hefur skrifað bók um réttar- höldin og eftirleikinn sem heitir ,,To Set the Record Straight". Fékk bókin mjög iofsamlega dóma. Sirica dómari er kominn nokkuð á áttræðisaldur og að nokkru sestur í helgan stein eins og hann hafði á orði, en tekur að sér eitt og eitt mál sem vekur áhuga hans. Seinna um daginn var haldið til Boston og dvalist þar í fjóra daga. Fyrsta daginn þar var farið í Hæstarétt Massachusetts. Tók þar á móti okkur forseti réttarins Edward Hennessy. Eftir skoðunarferð um bygginguna var hlustað á málflutning í nokkrum málum. Eftir hádegið var farið í heimsókn í State House, aðsetur þings og stjórnar Massachusettsríkis. Var húsið skoðað í fylgd ungs lagastúdents frá Harvard. Þing ríkisins er í tveim deildum, öld- ungadeild og fulltrúadeiid. Eru þingsalir mjög veglegir. Vakti það sérstaka athygli okkar, að rétt fyrir neðan áheyrendastúkurnar gegnt sæti forseta fulltrúadeildarinnar er stórt líkan af þorski, en hann er eitt helst kennimerki ríkisins. Var okkur tjáð, að þorskurinn sneri á einn veg, er demókratar hefðu meirihiuta, en á hinn, þegar það væru repúblikanar. Að lokinni skoðunarferðinni tók King ríkisstjóri á móti hópnum á skrif- stofu sinni. Flutti hann stutt ávarp og vék þá m. a. að helstu atriðum í sögu ríkisins. Að skilnaði afhenti hann hverjum okkar dómaranna veglega bók um Massachusettsríki. Morguninn eftir var heimsótt embætti dómsmálastjóra Massachusetts. Er þetta mjög mikiivæg stofnun í dómstólakerfi ríkisins, sem starfar samkvæmt tiltölulega nýju skipulagi og svipar mjög til samsvarandi embættis í Pennsyl- vaníuríki sem við kynntumst nokkuð nánar síðar. Um hádegisbilið fórum við til háskólabæjarins Cambridge, þar sem Har- vardháskóli er. Eftir ánægjulegt boð forseta lagadeildarinnar Davids Smith skoðuðum við okkur um á háskólalóðinni í fylgd ungra stúdenta. Var nú komið að helgi, og síðdegis sunnudaginn 7. október héldum við til Fíladelfíu í Pennsylvaníu og daginn eftir var heimsótt embætti dóms- málastjóra fylkisins. Þetta embætti varð til 1968 eftir umtalsverðar breytingar á stjórnarskrá Pennsylvaníu, sem er frá því kunnuglega ári 1874. Með þess- ari breytingu var allt dómstólakerfi rikisins endurskiþulagt frá grunni og 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.