Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 25
anna um „aktieselskaber“. Hætt er þó við, að munurinn eigi eftir að aukast, þar sem ljóst er, að aðild Dana að Efnahagsbandalagi Evrópu kemur til með að hafa margvíslegar breytingar í för með sér á lög- um um „aktieselskaber". Ástæðan er sú, að stjórn Efnahagsbanda- lagsins leggur ríka áherslu á að samræma lagareglur aðildarríkjanna um stór fyrirtæki, einkum végna fj ölþj óðlegra fyrirtækja, sem flest hafa valið rekstri sínum hefðbundið hlutafélagsform (,,aktieselskab“), enda er það rekstrarform eðlilegt í löndum, þar sem kauphallarvið- skipti þrífast. Breyting á rekstri fyrirtækja úr „aktieselskab" yfir í „anpartsselskab“ er tiltöluléga auðveld. Því má ætla, að mörg dönsk fyrirtæki muni grípa til þess ráðs, verði reglur Efnahagsbandalagsins of strangar og íþyngjandi. Hér á eftir verður getið nokkurra atriða, sem er skipað á annan hátt í „anpartsselskab“ heldur en í „aktieselskab". Upphæð hlutafjár Upphæð hlutafjár í „aktieselskab“ skal minnst vera 100.000.— dkr., en í „anpartsselskab" er lágmarkið 30.000.— dkr. Samkvæmt íslensku hlutafélagalögunum skal hlutaféð vera 2.000.000.— kr. hið lægsta sbr. 1. gr. Eigin hlutabréf „Aktieselskab“ má eiga 10% eigin hlutfjár, en ,,anpartsselskab“ leyfist slíkt alls ekki. 1 46. gr. íslensku hlutafélagalaganna segir, að „hlutafélag má aldrei sjálft eiga meira en 10% af eigin hlutafé“. Varasjóður 1 „aktieselskab" er skylt að leggja hluta af árságóða í varasjóð, og er 108. gr. 1. mgr. íslensku laganna efnislega samhljóða þessu ákvæði. Hins vegar er ekki lögð sú skylda á ,,anpartsselskab“ að leggja í vara- sjóð. Arðsúthlutun 1 lögum um „aktieselskaber“ eru ýmsar takmarkanir á arðgreiðslum til hluthafa. Eru þær efnislega svipaðar samsvarandi ákvæðum í ís- lensku hlutafélagalögunum, sbr. 42. gr. 2. mgr. 1. tl., 43. gr„ 106. gr„ 107. gr. og 109. gr. Engar takmarkanir á arðsúthlutun er hins vegar að finna í lögum um „anpartsselskaber". 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.