Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 34
fyrirspurnum. Síðasti fundurinn var um nýjar framtalsreglur, og var frummæl- andi Helgi V. Jónsson hrl. Allir þessir félagsfundir voru mjög vel sóttir, en sá síðastnefndi mun þó vera sá fjölmennasti, er Lögmannafélag íslands hefur staðið að. Fundinn sóttu u.þ.b. 80 manns. Auk almennra félagsfunda var haldið námskeið á vegum félagsins um efnið: Lögmaður sem skiptastjóri. Fyrirlesari var danskur hæstaréttarlögmaður, Hans Brochner, og þótti námskeiðið takast með miklum ágætum. Félaginu bárust 29 erindi, þar sem stjórnin var beðin umsagnar um leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Stjórnin mælti með eða ákvað að mæla ekki gegn 28 umsóknum, en mælti gegn einni. Nýir félagar vegna nýrra réttinda eru 13 talsins. Á félagaskrá eru nú 105 hæstaréttarlögmenn og 126 héraðsdómslögmenn. Á starfsárinu störfuðu tvær nefndir, sem kjörnar voru á síðasta aðalfundi, laganefnd og kjaranefnd. Svo sem jafnan áður fór drjúgur tími stjórnarinnar í afgreiðslu kærumála ýmiss konar. Tveir úrskurðir stjórnarinnar voru kærðir til Hæstaréttar, stað- festi Hæstiréttur annan úrskurðinn, en hinu kærumálinu var enn ólokið á aðalfundardegi. Til gjaldskrárnefndar félagsins bárust 18 mál til umsagnar, og hefur nefnd- in afgreitt þau öll. Meðal þeirra mála, sem mjög voru rædd í stjórn félagsins á síðasta starfs- ári, var sú hugmynd, hvort nýta mætti í þágu félagsmanna þá nýju og full- komnu tækni, sem felst í tölvuvinnslu gagna. Hafði stjórnin samband við I.B.M. á íslandi, og hefur borist svar frá fyrirtækinu, þar sem drepið er á ýmsa möguleika, m.a. í sambandi við lagasafn, skráningu dóma og greinargerða, registur hæstaréttardóma og greinar úr Úlfljóti og Tímariti lögfræðinga. Eftir breytingu laga nr. 74/1974 með lögum nr. 53/1979 á þann veg, að handtekinn maður á nú rétt á skipuðum réttargæslumanni þegar eftir hand- töku, ákvað stjórnin að beita sér fyrir þvi' að koma upp eins konar bakvakta- kerfi lögmanna. Skyldi kerfi þetta tryggja, að lögmaður, einn eða fleiri, væru jafnan tiltækir til réttargæslu á nóttu sem degi jafnt helgar sem aðra daga. Fyrirspurn var send til félagsmanna, og gáfu 25 þeirra jákvæð svör, en óskuðu jafnframt eftir nánari upplýsingum um framkvæmd laganna. Dómsmálaráðu- neytið gaf þær upplýsingar, að grunnreglur laga nr. 74/1974 kvæðu svo á, að dómarar skipuðu réttargæslumenn. Hins vegar taldi ráðuneytið eðlilegast, að rannsóknaraðilinn, sem mál hins handtekna hefði til • meðferðar, greiddi þóknunina. Þótti stjórn Lögmannafélagsins svör ráðuneytisins tæpast full- nægjandi, þar sem fyrst og fremst hefði verið spurst fyrir um, hverjir skipuðu réttargæslumenn, sem boðaðir væru til lögreglu utan þess tíma, sem unnt væri að leita til dómara, og sérstaklega, ef handtaka leiddi ekki til frekari rannsóknar og þar af leiðandi ekki til skipunar verjanda. Þessu fyrirhugaða bakvaktakerfi lögmanna hefur því ekki enn verið komið á, og bíður málið frekari meðferðar. Þorsteinn Júlíusson hrl. var endurkjörinn formaður félagsins, en með- stjórnendur til tveggja ára voru kjörnir Ólafur Axelsson hdl. og Svala Thorlacius hdl. Áfram sitja í stjórninni þeir Helgi V. Jónsson hrl. og Jónas A. Aðalsteinsson hrl. 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.