Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 26
Lán og- ábyrgðir Reglur um heimildir til að veita lán til hluthafa, stjórnarmanna og framkvæmdastjóra, eða setja tryggingar fyrir þá, eru strangari, þeg- ar um er að ræða ,,aktieselskab“ heldur en þegar „anpartsselskab“ á í hlut. Ákvæði þessa efnis er að finna í 112. gr. íslensku laganna um hlutafélög. Formkröfur Stofnendur „aktieselskab“ skulu vera þrír hið fæsta, í „anparts- selskab“ nægir einn. 1 báðum félagsformunum er nóg, að hluthafi sé aðeins einn. Samkvæmt íslensku lögunum þurfa stofnendur og hlut- hafar að vera fimm hið fæsta, sbr. 3. gr. og 17. gr. Ákvörðun um stofnun „aktieselskab“ skal tekin á formlegum stofnfundi, sbr. sams konar ákvæði í 9. gr. íslensku hlutafélagalaganna. Þegar „anpartssel- skab“ er stofnað, er ekki nauðsynlegt að halda stofnfund. Ef nýstofnað „aktieselskab“ tekur við fyrirtæki í rekstri, skal leggja fram efnahags- og rekstrarreikning fyrirtækisins tvö síðustu reikn- ingsárin áður en stofnsamningur er undirritaður, sbr. samsvarandi ákvæði í 5. gr. 3. mgr. íslensku laganna. Þetta er óþarft í „anparts- selskab“. 1 „aktieselskab“ er nauðsynlegt að gefa út hlutabréf. Skulu þau vera þrjú hið fæsta og ýmist hljóða á nafn eða handhafa. Hlutabréfa- útgáfa er á hinn bóginn óþörf í „anpartsselskab“, en séu þau gefin út, skulu þau hljóða á nafn. Meginreglan er sú, að í stjórn félags, hvort félagsformanna sem notað er, sitji a.m.k. þrír menn. Að vissum skilyrðum uppfylltum geta samþykktir fyrir „anpartsselskab“ kveðið svo á, að stjórnendur skuli vera færri en þrír, og jafnvel að félagið hafi enga stjórn. Af þessu leiðir að „anpartsselskab“ verður að hafa framkvæmdastjóra, en í „aktieselskab" er þess aðeins þörf, ef hlutféð nem'ur 400.000 dkr. eða meira. Samkvæmt 47. gr. íslensku hlutafélagalaganna skulu í stjórn hlutafélags sitja fæst þrír menn, og í 49. gr. segir, að í félagi, þar sem hlutaféð er kr. 30.000.000.— eða meira, sé stjórn skylt að ráða einn eða fleiri framkvæmdastjóra. í öðrum félögum sé stjórn heim- ilt að ráða framkvæmdastjóra. Samkvæmt lögum um „aktieselskaber" er í allnokkrum tilvikum skylt að halda hluthafafundi (aðalfundi), og setja lögin reglur um, hvernig að þeim skuli staðið. 1 „anpartsselskab" eru slík fundahöld ekki nauðsynleg, enda samþykki hluthafar að útkljá mál án slíks fund- 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.