Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Page 12

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Page 12
Meginregla 4. og 5. gr. er, að löggjafar- og fjárveitingavald haldist í hendur. Ef heimastjórnin kýs að taka til sín málaflokk skv. 4. gr., ber hún og kostnaðinn af honum. Ef ríkisvaldið hins vegar felur heima- stjórninni ákveðinn málaflokk með framsalslögum skv. 5. gr., hvílir fjárveitingavaldið áfram hjá þjóðþinginu. Við það er miðað, að fram- sal málaflokks eigi sér ekki stað nema skv. ósk heimastjórnarinnar og að undangengnum samningaviðræðum um umfang og tímasetningu framsalsins og um fjárframlög ríkisins. Löggjafarvald landsþingsins skv. 4. gr. grundvallast á heimastjórnarlögunum, en tilskipunarvaldið skv. 5. gr. á sérstökum þjóðþingslögum fyrir hvern framseldan mála- flokk. Ráðherra ber ábyrgð á því, að heimastjórnin fari ekki út fyrir valdsvið sitt í málaflokkum yfirfærðum skv. 5. gr. 1 fylgiskjali með lögunum, sem vísað er til í 4. og 5. gr., eru eftir- farandi málaflokkar taldir upp: 1. Heimastjórnarfyrirkomulagið. 2. Sveitarstjórnarmál. 3. Skattar og opinber gjöld. 4. Þjóðkirkjan og trúarsamfélög utan þjóðkirkjunnar. 5. Fiskveiðar á landi, dýraveiðar, landbúnaður og hreindýrarækt. 6. Friðunarmál. 7. Skipulagsmál. 8. Verzlunar- og samkeppnislöggjöf, þmt. löggjöf um veitinga- og gistihús, reglur um áfenga drykki ásamt reglum um lokunar- tíma. 9. Félagsmál (Sociale forhold). 10. Málefni vinnumarkaðarins. 11. Kennslu- og menntamál, þmt. verknám. 12. önnur atvinnumál, þmt. fiskveiðar og framleiðslustarfsemi ríkisins, stuðningur við og þróun atvinnuveganna. 13. Heilbrigðismál. 14. Leigulöggjöf, húsnæðisaðstoð og stjórnun húsnæðismála. 15. Vöruinnflutningur og -dreifing. 16. Farþega- og farmflutningar innanlands. 17. Umhverfisvernd. Framsal málaflokka til heimastjórnarinnar mun fara fram smám saman til að tryggja örugga og vandkvæðalausa yfirfærslu. Um tíma- mörk er í nefndarálitinu lagt til, að málaflokkar 1—4 á fylgiskjalinu falli til heimastjórnarinnar ekki síðar en í ársbyrjun 1980, málaflokk- 74

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.