Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Page 17

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Page 17
með því, að danskan sé sem ríkismál tengiliður mismunandi íbúahópa í ríkinu og Grænlendinga við umheiminn. Annarra heimsmála er ekki getið. 10. gr. Heimastjórnin er bundin af skyldum skv. milliríkjasamn- ingum og öðrum alþjóðlegum reglum, sem á hverjum tíma eru bindandi fyrir ríkið. 2. mgr. Heimildir (beföjelser) heimastjórnarinnar takmarkast á hverjum tíma af heimildum, sem skv. 20. gr. stjórnarskrárinnar hafa verið framseld alþjóðastofnunum. 3. mgr. Ríkisstjórnin getur lagt fyrir heimastjórnina að grípa til þeirra ráðstafana, sem eru nauðsynlegar til að tryggja, að haldin séu fyrirmæli 1. og 2. mgr. Afleiðing af aðild Danmerkur og þarmeð Grænlands að Efnahags- bandalaginu kemur fram í 2. mgr. 1 greinargerð segir, að það liggi í augum uppi, að málaflokka, sem heyra ekki lengur undir dönsk yfir- völd, vegna þess að þeir hafa verið framseldir milliríkjastofnunum, sé ekki hægt að fela heimastjórninni. Heimastjórnarnefndin tók ekki beina afstöðu til aðildar Grænlands að Efnahagsbandalaginu, enda ekki í verkahring hennar. I áliti sínu og frumvarpi gerir hún þó ráð fyi'ir óbreyttu ástandi og hleður með nýjum reglum stoðum undir það, sjá 15. gr. 1 álitinu vísar nefndin til ummæla forsætis- og Græn- landsmálaráðherranna um, að ríkisstjórnin muni ekki þvinga Græn- land til ákveðinna tengsla við bandalagið og muni virða, á grundvelli undanfarandi þjóðaratkvæðagreiðslu á Grænlandi, ákvörðun heima- stjórnarinnar þaraðlútandi. Aðild Danmerkur að Rómarsáttmálanum er ekki talin koma í veg fyrir breytta aðild eða úrgöngu Grænlands úr bandalaginu. 11. gr. Ríkisvaldið fer með úrslitavald í málum, sem varða sam- skipti ríkisins við útlönd. 2. mgr. Áður en athafnir (foranstaltninger), sem heimastjórnin ráðgerir og hverra framkvæmd hefur verulega þýðingu fyrir sam- skipti ríkisins við útlönd, þám. þátttöku ríkisins í alþjóðlegu sam- starfi, eru ákveðnar, ber að hafa samningaviðræður við ríkis- valdið. Þessi grein er því til staðfestingar, sem víða kemur fram í lögun- um, að ríkisvaldið fer með utanríkismál. Hún á þó ekki að raska verkaskiptingu stjórnanna að öðru leyti, og því er tekið fram í 2. mgr., að ríkisvaldið geti með samningaviðræðum haft áhrif á athafnir, sem 79

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.