Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 6
t HÉÐINN FINNBOGASON Hinn 23. febrúar 1985 andaðist Héðinn Finn- bogason, lögfræðingur. Hann var fæddur 10. maí 1923 að Httardal í Hraunhreppi, Mýrasýslu. Foreldrar hans voru Finnbogi Helgason bóndi þar, f. 24. desember 1878 að Stórafjalli, Mýra- sýslu, d. 4. september 1951, og kona hans Sig- ríður Teitsdóttir, f. 11. júní 1884 að Meiðastöð- um I Garði, d. 15. júlí 1951. Þau hófu búskap í Hítardal vorið 1910, endurreistu húsakost og jörð af fádæma dugnaði og bjuggu þar með sæmd til æviloka. Þeim varð ellefu barna auðið, og var Héðinn næstyngstur. Að líkum lætur, hvert þrek hefur þurft við þessar aðstæður til þess að koma upp slíkum hópi barna með þeirri reisn, sem raun bar vitni, enda leyndi Héðinn ekki þeirri hlýju og stolti, sem hann ól í brjósti til æskustöðvanna í skjóli foreldra sinna í stórum syst- kinahópi. Héðinn hóf nám [ Menntaskólanum á Akureyri haustið 1939 og brautskráðist vorið 1945. Hann lauk embættisprófi í Iaga- og hagfræðideild Háskóla íslands vorið 1951. Það ár varð hann fulltrúi í endurskoðunardeild fjármálaráðuneyt- isins og gegndi þv[ starfi til ársloka 1955, er hann var skipaður fulltrúi í varn- armáladeild utanríkisráðuneytisins, en 1962 gerðist hann lögmaður Trygg- ingastofnunar ríkisins og deildarlögfræðingur þar frá 1979 til æviloka. Héðinn lét félagsmál mjög til sín taka, og f menntaskóla hafði hann forustu um eflingu góðs félagsanda í bekk sínum og skólanum yfirleitt. Árin 1948-1949 var hann varaformaður Orators, félags laganema, og ritstjóri Úlfljóts, tímarits laganema. Hann var í stjórn Starfsmannafélags stjórnarráðsins 1958-1961, í skaðabótanefnd skv. 1. gr. laga nr. 110/1951 frá 1973, í stjórn ÍSAL h.f. 1975- 1979, í sendinefnd islands á Allsherjarþingi S.Þ. 1979, svo að nokkuð sé nefnt. Kynni okkar Héðins hófust í Menntaskólanum á Akureyri. Við vorum bekkj- arbræður þar og deildarfélagar í Háskóla íslands. Á þessum árum og æ síðan þróaðist með okkur vinátta, heil og traust. Héðinn var einstakur maður í fasi og allri framgöngu. Ljúfmennska hans og glaðlyndi heillaði okkur vini hans, svo að við sóttumst mjög eftir návist hans. Græskulaus kímni hans og fágæt fundvísi á skopið í lífinu ásamt því að geta miðlað öðrum rausnarlega af þess- um krásum var aðeins hluti af persónutöfrum hans. Drengskapur og umburð- arlyndi voru aðal hans. í eftirmælum um Héðin segir vinur hans og skólabróð- ir, Runólfur Þórarinsson: „Hann hafði næmt auga fyrir hinu spaugilega, en 144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.