Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 16
á sviði tónlistar, svokallaðra dramatískra verka, og er þá átt við óper- ur, óperettur, balletta o.s.frv. Er þá talað um einstaklingsbundna með- ferð réttarins. Hins vegar er það svo varðandi tónlist almennt að slík vinnubrögð henta með engu móti, hvorki höfundum né viðsemjendum þeirra, vegna óheyrilegrar fyrirhafnar og kostnaðar sem þeim mundi fylgja. Hér verður því að koma til vinnuhagræðing sem felst í því að höfundar fela samtökum sínum samningsgerð og úthlutun fjárins. Til þess að einfalda innheimtuna og gera framkvæmdina viðráðanlega semja STEFin við tónlistarneytendur, s.s. útvarp, veitingahús, kvik- myndahús og aðra skemmtistaði á grundvelli svokallaðs „blanket licensing“ kerfis, sem felur í sér að ekki er samið um greiðslur fyrir hvert einstakt verk, heldur um heildargreiðslu fyrir ótiltekinn og ótak- markaðan flutning tónlistar. Greiðslur eru þá t.d. miðaðar við tiltekið hlutfall af tekjum eða tilteknum tekjustofnum viðkomandi aðila (út- varp, kvikmyndahús) eða stærð (skemmtistaðir o.fl.). 1 flestum tilvik- um greiða neytendur gjöld sín eftir á. Flestir viðskiptaaðilar STEFs, svo sem Ríkisútvarpið, veitingahús og kvikmyndahús, greiða gjöld sín samkvæmt heildarsamningi milli aðila, en aðrir, svo sem verslanir, dansleikjahaldarar o.s.frv., samkvæmt gjaldskrám sem staðfestar eru af menntamálaráðuneytinu, sbr. reglu- gerð nr. 3. frá 1976. Meginreglan varðandi tónflutning er sú að leita þarf leyfis STEFs til flutningsins, en í nokkrum tilvikum er flutningur heimill án leyfis en gegn hæfilegri þóknun. Slíkt nefnist afnotakvöð og er veigamesta ákvæðið hér að lútandi að finna í 23. gr. höfundalaga, þar sem útvarps- stofnunum er veitt heimild til að útvarpa smærri verkum án sérstaks leyfis, „enda sé fullnægt skilyrðum um greiðslu til höfundar“, sbr. einnig ákvæði 1. og 4. tl. 21. gr. um flutning tónlistar við fræðslustarf- semi og kirkjulegar embættisathafnir. 1 57. grein eru ákvæði um ákvörðun þóknunar í þeim tilvikum þegar ekki er fyrir hendi heildarsamningur milli stéttarfélágs viðkomandi stéttar annars vegar og greiðanda eða stéttarfélags hans hins vegar. Um þetta segir orðrétt í 2. og 3. mgr. 57. gr.: „Nú eru skilyrði til ákvörðunar þóknunar samkv. 1. málsgr. ekki fyr- ir hendi, og geta aðilar þá, ef þeir eru sammála um það, lágt ágreining- inn undir úrskurð gerðardóms, sem skipaður skal 3 mönnum, nefndum af Hæstarétti til 5 ára i senn. Úrskurður gerðardómsins er fullnaðar- úrlausn um ágreiningsefnið. Mennamálaráðherra setur nánari reglur1) 1) Reglur nr. 800/1982. 154
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.