Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 36
anir. Sé því komin á venja um, að slík viðskipti teljist til venjulegrar starfsemi. Varðandi gervihnetti og kapalkerfi telur nefndin ekki skipta méginmáli, á hvern hátt efni er dreift, a.m.k. ekki gagnvart starfsmönn- um, sem ráðnir eru eftir að slík dreifing verður hluti af venjulegum rekstri, og ekki heldur gagnvart öðrum starfsmönnum, ef dreifingin nær ekki til stærra svæðis eða fleiri notenda en áður. Á hinn bóginn telur nefndin, að þegar ríkisútvarpið framleiði -sérstaklega hljóð- og myndbönd og dreifi á annan hátt en að „útvarpa“ þeim, sé komið út fyrir venjulega starfsemi stofnunarinnar. Skoðun norsku höfundaréttarnefndarinnar á því, hvað teljist venju- leg útvarpsstarfsemi, fer í höfuðatriðum saman við þau sjónarmið, sem lögð eru til grundvallar í finnska samningnum, og skoðun stjórnar sænska ríkisútvarpsins. Sennilega er það einfaldasta leiðin út úr þess- um vanda að skilgreina „venjulega starfsemi“ útvarpsstofnunar frekar vítt og taka það með í reikninginn, þegar samið er um laun við starfs- mennina. Síðan verður að semja við starfsmenn um alla aðra notkun efnis, t.d. dreifingu (sölu eða leigu) á almennum markaði. Hætt er við, að annars verði alltaf óþarflega mörg atriði óljós í réttarstöðu aðila, a.m.k. meðan ekki er við skýr lagaákvæði að styðjast. Starfsmennirnir vita þá líka, að hverj u þeir ganga, þegar þeir ráða sig til vinnu og geta metið stöðuna á raunhæfum grundvelli. 5. ER LAGABREYTINGA ÞÖRF? Lokaspurningin í þessari umfjöllun um höfundarrétt í skiptum starfs- manna og vinnuveitenda er sú, hvort æskilegt eða nauðsynlegt sé að lögfesta reglur um réttarstöðu þessara aðila og þá hvers efnis þær eigi að vera. Ekki hafa komið fram hugmyndir um að taka upp engilsaxneska kerfið, þar sem allur höfundarréttur fellur til vinnuveitanda strax í upphafi. Þvert á móti hefur verið rætt um það í Bretlandi að breyta reglum þar í átt til meginlandsreglnanna. 1 Kanada hafa einnig verið lagðar fram tillögur til breytinga í það horf, sem er á meginlandi Evrópu og á Norðurlöndum, en ekki er þó búið að samþykkja þær. Annars staðar á Norðurlöndum hafa komið fram hugmyndir um lagabreytingar.27) í Danmörku hefur verið rætt um breytingu þess efnis, að höfundarréttur að verki, sem verður til í vinnusambandi aðila, 27) NOU 1985:6, bls. 19-21; „Helstu viðfangsefni við endurskoðun höfundalaga nr. 73/1972“, greinargerð formanns höfundaréttarnefndar, Gauks Jörundssonar, frá árinu 1981. 174
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.