Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 47
Skal nú vikið að helstu efnisatriðum Bernarsáttmálans. Verndar samkvæmt sáttmálanum njóta þeir höfundar sem eru ríkis- borgarar í sambandslandi fyrir verk sín, hvort sem þau hafa verið gef- in út eða ekki, svo og þeir höfundar sem ekki eru ríkisborgarar í sam- bandslandi fyrir þau verk, sem gefin eru út í fyrsta sinn í sambands- landi eða gefin eru út samtímis í sambandslandi og landi utan sam- bandsins, sbr. 1. tl. 3. g'r. sáttmálans. Verk telst gefið út samtímis í fleiri löndum en einu ef það hefur komið út í tveimur löndum eða fleir- um áður en þrjátíu dagar eru liðnir frá fyrstu útgáfu. Þetta ákvæði um „fyrstu“ eða ,,samtímis“ útgáfu veitir t.d. bandarískum höfundum möguleika á að njóta verndar skv. Bernarsáttmálanum enda þótt Bandaríkin eigi ekki aðild að Bernarsambandinu. Höfundar skulu í öðrum sambandslöndum en upprunalandi nj óta þess réttar fyrir verk sín, vernduð samkvæmt Bernarsáttmálanum, sem landslög þar kunna að veita ríkisborgurum og þar að auki þess sérstaka réttar sem veittur er með sáttmálanum, sbr. 1. tl. 5. gr. Með þessu ákvæði skuldbinda sambandslöndin sig til þess að veita ríkisborgurum annars sambandslands sömu vernd og eigin ríkisborgurum. Það ber þó að athuga að höfundaréttarlöggjöf einstakra sambandsríkja er mis- munandi. Það eru t.d. ekki öll sambandsríki sem viðurkenna „droit de suite“-réttindi höfunda. Höfundar er njóta slíkrar verndar í heimalandi sínu njóta hennar ekki í landi sem viðurkennir ekki slík réttindi, svo fremi sem sáttmálinn veitir ekki ákveðna lágmarksvernd á því sviði, sbr. 1. tl. 5. gr. Höfundar sem eru ríkisborgarar í einhverju sambands- ríkjanna njóta verndar í öðrum sambandsríkjum og sáttmálinn tryggir þeim ákveðna lágmarksvernd. Verndartími samkvæmt Bernarsáttmálanum er 50 ár eftir andlát höfundar, sbr. 1. tl. 7. gr. sáttmálans. Þegar fleiri en einn höfundur er að verki er verndartíminn talinn frá andláti þess höfundar er síðastur deyr, sbr. 7. gr. a. Höfundar njóta verndar samkvæmt sáttmálanum án nokkurra form- skilyrða, sbr. 2. tl. 5. gr. Þetta er ein af meginreglum Bernarsáttmál- ans. Höfundaréttarvernd má ekki vera bundin neins konar formleg- um skilyrðum, t.d. einhvers konar skráningu hjá opinberum aðilum. Ef slíks er krafist er það brot á sáttmálanum. Er neysla réttindanna og beiting óháð þeirri vernd sem veitt er í upprunalandi verksins, en af því leiðir að umfang verndarinnar og dómstólaleiðir til verndar rétti höfundar fara einungis eftir landslögum þar sem verndar er krafist, svo fremi sáttmálinn mæli ekki fyrir um annað. Bernarsáttmálinn viðurkennir að auk fjárhagslegra réttinda njóti 185
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.