Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 8
ÞÓRHALLUR SÆMUNDSSON Þórhallur Sæmundsson, fyrrverandi baejar- fógeti, andaðist í sjúkrahúsinu á Akranesi 11. ágúst 1984, 87 ára að aldri. Hann fæddist í Stærra-Árskógi á Árskógsströnd 24. júní 1897. Foreldrar hans voru Sæmundur Tryggvi skip- stjóri og bóndi þar, Sæmundsson frá Gröf í Kaupangssveit Jónassonar, og fyrri kona hans, Sigríður Jóhannesdóttir bónda á Þönglabakka Jónssonar. Þórhallur lauk stúdentsprófi ( Reykjavík 1919 og kandidatsprófi í lögfræði frá Háskóla íslands 14. febrúar 1924. Hann stofnaði málflutningsskrifstofu ( Vestmannaeyjum 15. mars 1924 og rak hana jafnhliða útgerð og öðr- um störfum, svo og fulltrúastörfum fyrir bæjar- fógetann þar, til 14. maí 1930. Fiskverslun og út- gerð rak hann ( Hnífsdal og Vestmannaeyjum 1928-1930, en stundaði síðan til ársloka 1931 ýmis lögfræðistörf í Reykjavík, jafnframt því sem hann var lögtaksfulltrúi hjá Hafnarfjarðarkaupstað frá 1. júlí 1931. Þórhallur var settur lögreglustjóri á Akranesi 1. janúar 1932 og jafnframt oddviti í Ytri-Akraneshreppi og gjaldkeri Akraneshafnar þar til 4. febrúar 1936. Skipaður var hann lögreglustjóri á Akranesi 23. október 1935 frá 1. nóvember sama ár, settur bæjarfógeti þar 1. janúar 1942 og skipaður í það embætti 4. febrúar 1942 og gegndi því allt til 1. júli 1967, að hann fékk lausn frá embætti, en var settur til að gegna því til 30. september sama ár. Þá var Þórhallur sett- ur bæjarfógeti í Neskaupstað 1. október 1967 til 16. ágúst 1968 og aftur 20. desember 1970 til 16. mars 1971. Settur var hann fulltrúi sýslumannsins í Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu 1. október 1968 til 22. desember sama ár og sýslumannsins ( Skagafjarðarsýslu og bæjarfógetans á Sauðárkróki frá 5. október 1972 til 6. desember sama ár. Þórhallur var skipaður formaður stjórnar Sjúkrasamlags Akraness 7. apríl 1938. Bæjarfulltrúi var hann á Akranesi 1942-1946, í hafnarnefnd þar 1942- 1968 og oft formaður hennar, átti sæti í fræðsluráði þar 1952 og næstu ár. Endurskoðandi Sparisjóðs Akraness var hann 1930-1939, í yfirkjörstjórn Vest- urlandskjördæmis 1959-1967 og var oft formaður yfirkjörstjórnar Akraness. Hæstaréttarlögmaður varð Þórhallur 19. desember 1968. Hér að framan hefur verið rakinn allítarlega starfsferill Þórhalls Sæmunds- sonar, og sýnir hann, svo að ekki verður um villst, að Þórhallur hefur vlða komið við á ævibraut sinni og notið mikils trausts samferðamanna sinna, þar sem honum voru falin svo fjölþætt og margvísleg trúnaðarstörf. Enda var hann að eðlisfari mikill félagshyggjumaður og glöggskyggn á menn og málefni, og má segja, að hann léti sér fátt mannlegt óviðkomandi. Þessir eiginleikar hans leiddu og til þess, að hann var óvenjuvel að sér á ýmsum sviðum og marg- fróður. Sérstaklega var hann fróður um söguleg efni, og kom þar enginn að 146
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.