Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 60
viðlögðum dagsektum, að gefa út afsal til stefnenda fyrír nefndri íbúð samkvæmt kauptilboði þeirra frá 30. júní 1982 gegn greiðslu kaup- verðsins, en til vara, að viðurkennt yrði með dómi, að framangreint kauptilboð þeirra væri „gilt sem samningur“ um íbúðina. I báðum til- vikum kröfðust stefnendur bóta úr hendi stefndu vegna afnotamissis íbúðarinnar, auk málskostnaðar. HG var stefnt til réttargæslu. Af hálfu stefndu, BÁ og RC, var krafist sýknu, en af hálfu réttargæslustefnda var þess krafist, að hrundið yrði með dómi kröfu stefnenda um útgáfu afsals af hálfu BÁ og RC. 1 héraði varð niðurstaðan sú, að kröfu um útgáfu afsals var hafnað, en BÁ og RC gert að greiða stefnendum bætur fyrir afnotamissi íbúð- arinnar, og var í því efni að mestu fallist á kröfufjárhæð stefnenda. I dómsforsendum er tekið fram, að komist hafi á bindandi kaupsamnirig- ur milli aðilja um viðkomandi íbúð. Sannað sé, að BÁ og RC hafi und- irritað tilboð stefnenda milli kl. 17 og 18 hinn 30. júní 1982 og að stefnendur hafi framlengt munnlegt tilboð sitt fram eftir þeim degi. Hafi því kauptilboðið verið samþykkt innan samþykkisfrests, sbr. 1. mgr. 2. gr. 1. 7/1936. Orðrétt segir í forsendunum: „I greindu kaup- tilboði er tekið sérstaklega fram, að þegar tilboð hefur verið samþykkt af báðum aðiljum (tilboðsgjafa og tilboðshafa) sé kominn bindandi kaupsamningur þeirra á milli. Þetta ákvæði tilboðsins þykir bera að túlka í samræmi við áður tilvitnaða 1. mgr. 2. gr. samningalaga, sem hljóðar svo: „Hafi sá maður, sem boðist hefur til að gera samning (til- boðsgjafi), krafist svars innan ákveðins frests (samþykkisfrests), verður svar, sem tekur tilboðinu (smnþykki), að vera komið til hans áður en sá frestur er liðinn.“ “ Var jafnframt talið sannað, að AG hefði fengið tilkynningu um það símleiðis frá fasteignasölunni, skömmu eft- ir að BÁ hafði skrifað undir, að viðkomandi kauptilboð hefði verið samþykkt. „Með vísan til þess verður þar með talið, að fullnægt hafi verið því skilyrði greinds lagaákvæðis samningalaganna, að samþykkið hafi verið komið til stefnenda, enda ber að líta svo á, að nægjanlegt sé, að samþykki tilboðs sé komið til vitundar tilboðsgjafa, þótt hann hafi ekki fengið það sjálft í hendur .. . Samþykki stefndu var ekki aftur- kallað innan þeirra tímamarka, sem tilskilið er samkvæmt 7. gr. samn- ingalaga, og formleg riftun þess var fyrst sett fram af hálfu stefndu hinn 1. júlí 1982. Ómótmælt er, að stefnendur hafi frá upphafi viljað halda kaupum sínum upp á stefndu og gert ráðstafanir í því sambandi, og verður því ekki talið, að riftun á samþykki kauptilboðsins af hálfu stefndu fái staðist gegn mótmælum stefnenda, enda leiða lagasjónar- mið ekki til annars.“ Einnig var talið í ljós leitt, að stefnendur hefðu 198
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.