Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 17
um þetta, þar á meðal um þóknun úr ríkissjóði til gerðardómsmanna. Nú rís ágreiningur um þóknun, sem um ræðir í 1. málsgr., og skulu þá, uns fullnaðarúrlausn er fengin fyrir dómstólum eða gerðardómi, afnot verks heimil gegn þóknun samkvæmt eldri reglum, en dómstóll eða gerðardómur getur kveðið á um viðbótargreiðslur fyrir þann tíma, sem liðinn er síðan eldri ákvæði skyldu falla úr gildi eftir uppsögn eða ákvæði í þeim sjálfum." Samkvæmt tilvitnuðu lagaákvæði geta aðilar lagt ágreininginn undir gerðardóm. Þeim gerðardómi er þá ætlað að starfa sem eins konar kjaradómur er stéttarfélög viðkomandi höfunda og greiðenda verða að hlíta. Álitaefni er, einkum með tilliti til fjölda nýrra útvarpsstöðva sem væntanlega rísa á næstunni, hvort ekki sé rétt að breyta laga- ákvæði þessu í það horf að mál gangi til gerðardóms sjálfkrafa ef samn- ingar takast ekki, hvort sem báðir aðilar eru sammála um þá máls- meðferð eða ekki. Einnig mætti hugsa sér þá leið sem farin er í Dan- mörku, þ.e. að rétthafafélögin setji gjaldskrár um tónflutninginn, sem háðar séu staðfestingu menntamálaráðuneytisins á sama hátt og gert er hér á landi í öðrum hliðstæðum tilvikum, sbr. áðurnefnda reglugerð nr. 3 frá 1976. Ljóst er af 23. gr. höfundalaga að hinar nýju útvarpsstöðvar geta ekki hafið útsendingu á vernduðu efni fyrr en samningar um höfunda- greiðslur liggja fyrir eða þær ákveðnar af aðila sem heimild hefur til að úrskurða um þær lögum samkvæmt. Vikið hefur verið að því hér að framan að STEF hefur ekki einvörð- ungu umboð til réttargæslu fyrir innlenda höfunda heldur og erlenda á sama hátt og hin erlendu systurfélög þess fara með hin íslensku rétt- indi erlendis, en þau réttindi helgast af aðild Islands að Bernarsáttmál- anum, sem ísland gerðist aðili að árið 1947, og aðild að svonefndum Alþjóðasáttmála um höfundarétt (Genfarsáttmála), fullgiltum árið 1956. Af þessu leiðir að STEF aflar tekna erlendis frá og getur það í ein- staka tilvikum numið allverulegum fjárhæðum. Þegar þessar línur voru ritaðar var félagið einmitt að veita viðtöku greiðslum frá Vestur- Þýskalandi, sem nema mjög verulegri fjárhæð, fyrir flutning þar í landi á árinu 1984, aðallega fyrir tónlist höfunda í hljómsveit sem náð hefur verulegum vinsældum á erlendri grund á undanförnum árum. Um ráðstöfun þess fjár sem STEF aflar gilda fastákveðnar reglur. Er tekjum félagsins fyrst safnað í sameiginlegan sjóð. Úr honum verð- ur af eðlilegum ástæðum fyrst að greiða skatta, uppbyggingar- og rekstrarkostnað félagsins. Nettótekjum eftir almanaksárið er úthlutað 155
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.