Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 40
misræmi sem fælist í því að menn gætu leitað aðstoðar hins opinbera vegna minni háttar auðgunarbrota, þegar um væri að tefla áþreifanlega fjármuni, en yrðu sjálfir að sækja mál sín vegna meiri háttar auðgun- arbrota á sviði höfundaréttar. Þótt þessi rök væru góð og gild er rétt að vekja athygli á því að sú skipan, sem nú hefur verið tekin upp varðandi brot á höfundalögum, er nánast einsdæmi í íslenskri löggjöf. Sú meginregla hefur gilt í hérlendu réttarfari að tiltekin mál séu annaðhvort rekin sem einkamál af máls- aðila sjálfum eða sem opinber mál af handhafa ákæruvalds. Svo sem fyrr greinir getur réttarfar í höfundarréttarmálum nú ýmist verið einkamálaréttarfar eða opinbert réttarfar. Er það undir höfundi sjálfum komið hvor leiðin er farin, þótt ákæruvaldið geti að sjálfsögðu neitað að höfða opinbert mál. Afleiðingin getur vissulega orðið sú að tvö eðlislík mál séu rekin hlið við hlið í dómskerfinu, annað sem einka- mál en hitt sem sakamál. Með þessu móti er að mínum dómi verið að skapa óþarfa misræmi í íslensku réttarfari. Jafnframt verður að hafa hugfast að eðli höfundarréttarbrota er rnjög mismunandi. Það er t.d. allalgengt að hinir brotlegu séu í góðri trú og telji sig jafnvel vera að vinna þarft verk í þágu almennings. Hin nýju ákvæði höfundaláganna kunna að leiða til þess að fjölmörg meint brot á lögunum, bæði stór og smá, verði kærð til ákæruvalds og lögreglu. Þar eð þessi mál eru vand- rannsökuð er hætt við að álag á ákæruvald og rannsóknarlögreglu aukist til muna, en það gæti aftur leitt til þess að þessir aðilar færu að amast við höfundarréttarmálum sem slíkum, án tillits til þess hve stórvægileg brotin væru. Eiríkur Tómasson lauk lagaprófi 1975 og stund- aði framhaldsnám í stjórnarfarsrétti í Lundi 1975-1976. Hann var fulltrúi í dómsmálaráðu- neytinu 1976-1977, aðstoðarmaður dómsmála- og viðskiptaráðherra 1977-1978 og aðstoðar- maður dómsmálaráðherra 1978-1979. Hefur frá árinu 1979 rekið málflutningsskrifstofu í félagi við aðra. Héraðsdómslögmaður varð hann 1979 og hæstaréttarlögmaður 1984. Eiríkur hefur frá árinu 1976 verið stundakennari við Háskóla is- lands, fyrst við viðskiptadeild og síðar lagadeild. Settur dósent var hann við lagadeild í sex mán- uði 1983 og aðjúnkt við lagadeild frá 1981. 178
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.