Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 7
undir niðri var hann þó viðkvæmur, það fann maður glöggt þegar hann opn- aði hug sinn.“ Ég hef áður minnst á félagslyndi Héðins, og er mér þá ofarlega ( huga, að hann hafði jafnan forustu um að efla samheldni okkar bekkjar- systkinanna og að styrkja tryggðabönd við skólann okkar. Taldi hann ekki eftir sér margan snúning og margt viðvikið í þessu skyni, og eigum við margar Ijúfar minningar Héðni að þakka frá þessum stundum. Embættisstörf sín og mörg önnur mikilvæg trúnaðarstörf rækti Héðinn af kostgæfni og réttsýni. Það hef ég eftir skjallegum mönnum, sem vel þekktu til. Ég leyfi mér að vitna til orða Guðjóns Albertssonar, en hann segir svo um Héðin: „Lögmannsstörf létu honum vel, enda góðvild og mannskiiningur mik- ilsverðari þáttur i störfum lögmanna en harka og óbilgirni. Mér er vel kunnugt um það, að Héðinn var vinsæll lögmaður af þeim mörgu sem þurftu til hans að leita, einkum í sambandi við skuldaskil, og munu margir viðskiptavinir Tryggingastofnunar ríkisins og lífeyrissjóða starfsmanna sakna vinar í stað.“ Þetta er vel mælt og kemur engum á óvart, sem Héðin þekktu. Árið 1952, hinn 16. ágúst, kvæntist Héðinn og gekk að eiga Auði Böðvars- dóttur, kaupfélagsstjóra á Bíldudal, Pálssonar og k.h. Lilju Árnadóttur. Auður var afbragð annarra kvenna og hjónaband þeirra Héðins dæmi um fagurt mannllf. Þau bjuggu sér fagurt heimili, þar sem góður smekkur og snyrtimennska sneru bökum saman og gestrisni og höfðingsskapur ríktu með sjálfsagðri glaðværð. Og þau vissu, að mönnum ber að rækta garðinn sinn í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Marga góða veislu gerðu þau Auður og Héðinn okkur bekkjarsystkinum og mökum okkar á heimili sínu, þar sem rausn, gleði og vinátta sátu í öndvegi. Þeim varð 5 barna auðið: Lilja f. 26. maí 1952, Bolli f. 5. febrúar 1954, Sverr- ir f. 29. júní 1957, d. 1. apríl 1964, og tvlburarnir Böðvar og Sigríður f. 6. nóv- ember 1963. Eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm lést Auður 9. maí 1982. Var það mikið áfall fyrir Héðin, svo sem að líkum lætur. Það vissu þeir, sem þekktu hvílíkt ástríki var með þeim hjónum. En Héðinn bar harm sinn með reisn, sem sæmdi honum. Dauða Héðins bar að á góðra vina fundi. Það var fagur dauðdagi, en ótíma- bær. Kristín og ég kveðjum hollvin okkar og biðjum ástvinum hans virkta i bráð og lengd. Guðmundur Benediktsson 145
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.