Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 28
að takmörkuðu gagni, þegar skera þarf úr því, hversu víðtækt framsal höfundarréttar felist í vinnusamningi. I greinargerð með frumvarpi til höfundalaganna er aðeins á einum stað minnst á þetta álitaefni. I al- mennum athugasemdum um III. kafla segir svo: „Þess má geta, að vegna samnings, m.a. starfssamnings, getur höfundaréttur fallið í skaut öðrum aðilja en höfundi, um leið og verkið verður til, en til grundvallar því liggur hinn upphaflegi réttur höfundar, enda helzt þá hjá honum sá réttur, sem ekki verður framseldur, sbr. 4. gr. og 1. málsgr. 27. gr.“s) Svo mörg voru þau orð, aðeins sagt að höfundarréttur geti flust frá höfundi með starfssamningi. Svipað er að segja um at- hugasemdir með höfundalögum annars staðar á Norðurlöndum. I álits- gerð sænsku höfundaréttarnefndarinnar er nefnt, að höfundarréttur geti færst til vinnuveitanda og að yfirfærslan geti verið undirskilin við samningsgerð, þótt ekki sé á framsal minnst í samningnum. Verði þá við túlkun samningsins að taka tillit til allra aðstæðna.9) I dönsku og norsku nefndarálitunum er ekkert minnst á þetta efni, en danskir fræði- menn hafa samt talið svipuð sjónarmið gilda þar í landi og annars staðar, þ.e. að höfundarréttur geti flust frá höfundi með starfssamn- ingi.10) Framsal á höfundarrétti þarf ekki að vera í neinu ákveðnu formi. Það getur verið munnlegt eða skriflegt eða jafnvel þegjandi samkomu- lag, sem felst beint eða óbeint í samningi, t.d. vinnusamningi. Ef vinnusamningur hefur einhver ákvæði að geyma um það, hvernig farið skuli með höfundarrétt að hugverkum starfsmanns, fær hvor að- ili um sig þann rétt, sem um er samið og ekkert meira. I athugasemdum í grg. um 27. gr. höfl. ségir, að það leiði af sjálfu sér, að framsalshafi öðlist ekki rétt til annarra afnota af verkinu en áskilið er í samningi eða talið verður í honum fólgið.* 11) Þessi sjónarmið eru lögfest í 27. gr. dönsku höfundalaganna, en þar segir, að hafi höfundur framselt rétt sinn til að kynna verk opinberlega á ákveðinn hátt eða með sér- stökum aðferðum (miðlum), veiti framsalið ekki rétt til að kynna verk- ið á annan hátt eða með öðrum aðferðum (miðlum). Þessi túlkunarregla er nefnd „specialitetsgrundsætningen“ eða sérgreiningarregla og er byggð á þeim sjónarmiðum, að höfundur sé yfirleitt veikari aðilinn 8) Alþt. 1971, A-deild, bls. 1295. 9) Upphovsmannaratt till litteriira och konstnarliga verk, SOU 1956:25, bls. 83, 168. 10) Sjá t.d. Torben Lnnd, Ophavsretten og fotografiloven, Khöfn 1961, bls. 190 o. áfr.; Willi Weincke, Ophavsret, Reglerne — Baggrunden — Fremtiden, Khöfn 1976, bls. 105; Ragn- ar Knoph, Ándsretten, Oslo 1936, bls. 84. 11) Alþt. 1971, A-deild, bls. 1296. 166
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.