Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Síða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Síða 28
að takmörkuðu gagni, þegar skera þarf úr því, hversu víðtækt framsal höfundarréttar felist í vinnusamningi. I greinargerð með frumvarpi til höfundalaganna er aðeins á einum stað minnst á þetta álitaefni. I al- mennum athugasemdum um III. kafla segir svo: „Þess má geta, að vegna samnings, m.a. starfssamnings, getur höfundaréttur fallið í skaut öðrum aðilja en höfundi, um leið og verkið verður til, en til grundvallar því liggur hinn upphaflegi réttur höfundar, enda helzt þá hjá honum sá réttur, sem ekki verður framseldur, sbr. 4. gr. og 1. málsgr. 27. gr.“s) Svo mörg voru þau orð, aðeins sagt að höfundarréttur geti flust frá höfundi með starfssamningi. Svipað er að segja um at- hugasemdir með höfundalögum annars staðar á Norðurlöndum. I álits- gerð sænsku höfundaréttarnefndarinnar er nefnt, að höfundarréttur geti færst til vinnuveitanda og að yfirfærslan geti verið undirskilin við samningsgerð, þótt ekki sé á framsal minnst í samningnum. Verði þá við túlkun samningsins að taka tillit til allra aðstæðna.9) I dönsku og norsku nefndarálitunum er ekkert minnst á þetta efni, en danskir fræði- menn hafa samt talið svipuð sjónarmið gilda þar í landi og annars staðar, þ.e. að höfundarréttur geti flust frá höfundi með starfssamn- ingi.10) Framsal á höfundarrétti þarf ekki að vera í neinu ákveðnu formi. Það getur verið munnlegt eða skriflegt eða jafnvel þegjandi samkomu- lag, sem felst beint eða óbeint í samningi, t.d. vinnusamningi. Ef vinnusamningur hefur einhver ákvæði að geyma um það, hvernig farið skuli með höfundarrétt að hugverkum starfsmanns, fær hvor að- ili um sig þann rétt, sem um er samið og ekkert meira. I athugasemdum í grg. um 27. gr. höfl. ségir, að það leiði af sjálfu sér, að framsalshafi öðlist ekki rétt til annarra afnota af verkinu en áskilið er í samningi eða talið verður í honum fólgið.* 11) Þessi sjónarmið eru lögfest í 27. gr. dönsku höfundalaganna, en þar segir, að hafi höfundur framselt rétt sinn til að kynna verk opinberlega á ákveðinn hátt eða með sér- stökum aðferðum (miðlum), veiti framsalið ekki rétt til að kynna verk- ið á annan hátt eða með öðrum aðferðum (miðlum). Þessi túlkunarregla er nefnd „specialitetsgrundsætningen“ eða sérgreiningarregla og er byggð á þeim sjónarmiðum, að höfundur sé yfirleitt veikari aðilinn 8) Alþt. 1971, A-deild, bls. 1295. 9) Upphovsmannaratt till litteriira och konstnarliga verk, SOU 1956:25, bls. 83, 168. 10) Sjá t.d. Torben Lnnd, Ophavsretten og fotografiloven, Khöfn 1961, bls. 190 o. áfr.; Willi Weincke, Ophavsret, Reglerne — Baggrunden — Fremtiden, Khöfn 1976, bls. 105; Ragn- ar Knoph, Ándsretten, Oslo 1936, bls. 84. 11) Alþt. 1971, A-deild, bls. 1296. 166

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.