Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 41
Af þessum sökum tel ég að æskilegra hefði verið að greina á milli höf- undarréttarbrota í réttarfarslegu tilliti með því að láta aðeins þau al- varlegustu sæta opinberri ákæru, eftir kröfu þess sem misgert er við. Sú tilhögun hefði og verið í samræmi við ákvæði almennra hegningar- laga um ærumeiðingar og skyld brot. 2. FYRIRBYGGJANDI RÉTTARFARSÚRRÆÐI. Það getur skipt miklu máli fyrir einstaklinga í þjóðfélaginu að geta komið í veg fyrir eða stöðvað réttarbrot sem að þeim beinast. Þetta get- ur skipt sköpum fyrir höfunda, ekki síst vegna þess að mörg brot á höfundarrétti er með engu móti hægt að bæta eftir á með greiðslu bóta, hvað þá með afplánun refsingar. Þetta á einkum við þau tilvik þegar höfundur telur verk sitt afbakað eða misnotað með þeim hætti að það skerði höfundarheiður hans. Þá getur verið erfitt að staðreyna eftir á hvert tjón höfundur hefur beðið vegna brots, en að því atriði verður vikið sérstaklega hér á eftir. Fram til þessa hefur verið litið á lögbann sem virkasta réttarfars- úrræðið í því augnamiði að koma í veg fyrir eða stöðva höfundarréttar- brot. Þó má heldur ekki gleyma því að innsetningargerð getur verið enn fljótvirkara og kostnaðarminna úrræði séu skilyrði fyrir hendi. Síðast en ekki síst má svo nefna aðgerðir lögreglu sem framvegis gætu reynst enn virkara úrræði en fógetagerðirnar við að fyrirbyggja eða stöðva brot á höfundalögum. Skal nú gerð nánari grein fyrir þessum réttarfarsúrræðum. 2.1. Lögbann. Lögbann er fógetagerð sem leggja má við byrjaðri eða yfirvofandi athöfn er raskar eða raska myndi með ólögmætum hætti rétti gerðar- beiðanda, sbr. 26. gi'. laga nr. 18/1949. Lögbann stendur þó ekki um aldur og ævi vegna þess að staðfesta þarf það í sérstöku staðfesting- armáli. Sé slíkt ekki gert innan tiltekins tíma eða sé staðfestingar synj- að fellur lögbann niður. Því hefur áður verið lýst að í vissum tilvikum getur verið mikilvægt fyrir höfund að grípa til úrræðis á borð við lögbann. Frá sjónarmiði gerðarbeiðanda er það þó ókostur að stundum þarf að setja allháa tryggingu fyrir lögbanni ef miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi. Hin síðari ár hefur að minnsta kosti tvívégis reynt á gildi lögbanns fyrir dómstólunum vegna meints brots á höfundalögum. I fyrra tilvik- inu var lögbanni hrundið, sbr. hrd. 1982, 1124, en í síðara skiptið var 179
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.