Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 31
ar breyttu aðstæður verða að skoðast bæði í ljósi 29. gr. höfl. um að meta megi framsal ógilt, ef það leiðir til bersýnilega ósanngjarnrar niðurstöðu, og með hliðsjón af leiðbeiningarreglunum um túlkun vinnu- samninga. Vinnuveitandinn hlýtur að líta svo á, að markmiðið með starfsemi hans sé að nota sem best alla möguleika til að ná hámarks- afköstum og hámarksnýtingu í starfsemi fyrirtækisins. Þessu hlýtur starfsmaðurinn líka að hafa gert ráð fyrir, þegar hann réði sig til vinnu, sérstaklega sá sem ráðinn er gagngert til skapandi vinnu, er fellur undir vernd höfundarréttar. Hins vegar getur verið um svo mikl- ar breytingar að ræða, að það verði að teljast bersýnilega ósanngjarnt, að vinnuveitandinn nj óti einn góðs af þeim ávinningi, sem af þeim kann að verða. Hafi hvorugum aðila verið ljóst við samningsgerð, að hinar nýju aðstæður gætu komið upp, er ósennilegt að þær hafi verið lagðar til grundvallar, og má þá telja sanngjarnt, að starfsmaður geti krafist endurskoðunar á samningi. Fleiri atriði mætti nefna, sem geta valdið erfiðleikum, svo sem það, hvort vinnuveitandi og starfsmaður geti hvor um sig höfðað mál vegna brota á höfundarrétti, þeir verði báðir að gera það eða hvort starfs- maður eigi kröfu á vinnuveitandann í þessu sambandi. Einnig vaknar spurning um það, hver eigi frumverkið (handrit, mynd o.s.frv.), er það starfsmaðurinn eða vinnuveitandinn ? Um þessi atriði verður ekki fjall- að í þessari grein. 4. DÆMI UM EINSTAKAR TEGUNDIR VINNUSAMBANDA. 1) Blaðamenn. Enginn samningur er til á milli Blaðamannafélags Islands (B.I.) og útgefenda. Blaðamenn líta almennt svo á, að það sem þeir rita í blað eða tímarit fyrir fast kaup megi birta einu sinni og ekki nýta á neinn annan hátt. Hins vegar segir í 40. gr. höfl., að útgefendur blaða og tímarita hafi einkarétt til að endurprenta þessi rit í heild og einstök blöð eða hefti. Þessi réttur útgefenda raskar ekki höfundarrétti að ein- stökum ritgerðum eða myndum í blöðunum, en þeir þurfa ekki að leita samþykkis höfunda til endurprentunar (í heild), nema svo hafi verið um samið. Segir í greinargerð um þetta, að venjulega sé um svo marga og oft óvissa höfunda að ræða í blöðum og tímaritum, að vart væri kleift að ná til þeirra eða síðari handhafa höfundarréttar, einkum þeg- ar langur tími er liðinn frá frumútgáfu.18) 18) Alþt. 1971, A-deild, bls. 1301. 169
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.