Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Síða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Síða 31
ar breyttu aðstæður verða að skoðast bæði í ljósi 29. gr. höfl. um að meta megi framsal ógilt, ef það leiðir til bersýnilega ósanngjarnrar niðurstöðu, og með hliðsjón af leiðbeiningarreglunum um túlkun vinnu- samninga. Vinnuveitandinn hlýtur að líta svo á, að markmiðið með starfsemi hans sé að nota sem best alla möguleika til að ná hámarks- afköstum og hámarksnýtingu í starfsemi fyrirtækisins. Þessu hlýtur starfsmaðurinn líka að hafa gert ráð fyrir, þegar hann réði sig til vinnu, sérstaklega sá sem ráðinn er gagngert til skapandi vinnu, er fellur undir vernd höfundarréttar. Hins vegar getur verið um svo mikl- ar breytingar að ræða, að það verði að teljast bersýnilega ósanngjarnt, að vinnuveitandinn nj óti einn góðs af þeim ávinningi, sem af þeim kann að verða. Hafi hvorugum aðila verið ljóst við samningsgerð, að hinar nýju aðstæður gætu komið upp, er ósennilegt að þær hafi verið lagðar til grundvallar, og má þá telja sanngjarnt, að starfsmaður geti krafist endurskoðunar á samningi. Fleiri atriði mætti nefna, sem geta valdið erfiðleikum, svo sem það, hvort vinnuveitandi og starfsmaður geti hvor um sig höfðað mál vegna brota á höfundarrétti, þeir verði báðir að gera það eða hvort starfs- maður eigi kröfu á vinnuveitandann í þessu sambandi. Einnig vaknar spurning um það, hver eigi frumverkið (handrit, mynd o.s.frv.), er það starfsmaðurinn eða vinnuveitandinn ? Um þessi atriði verður ekki fjall- að í þessari grein. 4. DÆMI UM EINSTAKAR TEGUNDIR VINNUSAMBANDA. 1) Blaðamenn. Enginn samningur er til á milli Blaðamannafélags Islands (B.I.) og útgefenda. Blaðamenn líta almennt svo á, að það sem þeir rita í blað eða tímarit fyrir fast kaup megi birta einu sinni og ekki nýta á neinn annan hátt. Hins vegar segir í 40. gr. höfl., að útgefendur blaða og tímarita hafi einkarétt til að endurprenta þessi rit í heild og einstök blöð eða hefti. Þessi réttur útgefenda raskar ekki höfundarrétti að ein- stökum ritgerðum eða myndum í blöðunum, en þeir þurfa ekki að leita samþykkis höfunda til endurprentunar (í heild), nema svo hafi verið um samið. Segir í greinargerð um þetta, að venjulega sé um svo marga og oft óvissa höfunda að ræða í blöðum og tímaritum, að vart væri kleift að ná til þeirra eða síðari handhafa höfundarréttar, einkum þeg- ar langur tími er liðinn frá frumútgáfu.18) 18) Alþt. 1971, A-deild, bls. 1301. 169

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.