Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 49
rniðað við útgáfu, skráningu eða andlát höfundar, sbr. 2. tl. 2. gr. sátt- málans. Annar veigamikill munur á þessum tveimur sáttmálum er sá að höf- undarréttarleg vernd samkvæmt Genfarsáttmálanum er háð því að ákveðinna formskilyrða sé gætt. Þó er ekki gengið jafnlangt í sáttmál- anum sjálfum og í bandarískri löggjöf, en þar er þess krafist að opin- ber skráning á höfundaréttindum hafi farið fram svo að unnt sé að sækja höfundaréttarvernd til dómstólanna, sbr. 411 17 U.S.C. (United States Code). Höfundarétturinn sjálfur er ekki háður því að slík skrán- ing hafi farið fram, sbr. 401 U.S.C., en hins vegar er nauðsynlegt til viðurkenningar á honurn að fyrsta útgáfa verksins sé auðkennd með merkinu ©, nafni höfundar og fyrsta útgáfuári, sbr. 401 U.S.C. Þessi síðastgreindu skilyrði eru samhljóða þeim formkröfum sem gerðar eru í Genfarsáttmálanum. í 3. gr. sáttmálans er boðið að öll útgefin eintök af verkinu séu frá og með fyrstu útgáfu auðkennd með tákninu ©, nafni höfundar og ártali því er verkið var fyrst gefið út. Þessar upp- lýsingar skulu staðsettar þannig á hverju eintaki að ekki fari milli mála að verkið sé háð höfundarétti. Þessar formreglur hafa ekki þýðingu varðandi höfundaréttarvernd innan Bernarsambandsins, eins og áður segir. Hins vegar er nauðsyn- legt að uppfylla þessar formkröfur ef ætlunin er að tryggja höfunda- réttindi í löndum utan Bernarsambandsins, þar sem formkröfur eru gerðar, t.d. í Bandaríkjunum. Annars getur t.d. íslenskur rithöfundur átt það á hættu að vera réttindalaus vegna útgáfu þýðingar á verki sínu í Bandai'íkjunum. Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, sér um fram- kvæmd Genfarsáttmálans. Stofnunin hefur aðsetur í París. RÓMARSÁTTMÁLINN. Þriðji alþjóðasáttmálinn, sem getið er um hér, varðar vernd á hin- um svokölluðu hliðstæðu réttindum við höfundaréttinn. Nokkuð marg- ir alþjóðasamningar eru í gildi á þessu sviði en þeirra elstur og sá sem veitir rétthöfum hvað víðtækasta vernd er alþjóðasáttmáli sem gerð- ur var í Róm 26. október 1961, þ.e. Rómarsáttmálinn um vernd list- flytjenda, hljóðritaframleiðenda og útvarpsstofnana. Um 20 ríki hafa staðfest þennan sáttmála. Island hefur undirritað þennan sáttmála, en hann hefur ekki verið fullgiltur hér á landi. I Rómarsáttmálanum er kveðið á um vernd til handa þremur grein- um rétthafa: listflytjendum, hljóðritaframleiðendum og útvarpsstofn- unum. Svo að þessir rétthafar njóti verndar skv. sáttmálanum verða 187
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.