Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 50
þeir að vera í ákveðnum tengslum við eitthvert aðildarríkjanna, t.d. ríkisborg'arar þess eða þá að flutningur eða hljóðritun hafi farið fram innan yfirráðasvæðis þess. Þá verða útvarpsstöðvar að vera staðsettar innan yfirráðasvæðisins, sbr. 5. gr. sáttmálans. Rómarsáttmálinn kveður á um ákveðna lágmarksvernd sem hverju aðildarríkjanna er skylt að veita í samskiptum sínum við önnur aðild- arríki. Lágmarksvernd listflytjenda nær til eintakagerðar, eftirgerðar og birtingar listflutnings og veitir þeim rétt til að koma í veg fyrir ákveð- in not af listflutningnum án þeirra samþykkis. Þessi not eru einkum út- vörpun og dreifing til almennirigs á lifandi listflutningi, upptaka á lif- andi listflutningi og eftirgerð hans án þeirra samþykkis eða ef eftir- gerðin var ætluð til annarra nota en þeir gáfu samþykki sitt til í upp- hafi, sbr. 7. gr. Hljóðritaframleiðendur hafa rétt til þess að heimila eða hindra beina eða óbeina eftirgerð á hljóðritunum sínum, sbr. 8. gr. Ef vernd hljóðritaframleiðenda eða listflytjenda eða beggja þessara aðila er háð formskilyrðum í landslögum aðildarríkis, að því er tekur til hljóðrita, er talið að þeim formskilyrðum sé fullnægt ef öll eintök útgefinna hljóðrita, sem á boðstólum eru, eða umslög þeirra bera sem tilgreiningu táknið ® ásamt ártali fyrstu útgáfu, „enda sé tilgrein- ingu þessari komið fyrir á þann hátt að það gefi nægjanlega til kynna áskilnað um vernd“, sbr. 11. gr. sáttmálans. í sáttmálanum eru engin ákvæði um vernd til handa listflytjendum að því er tekur til huglægra réttinda, þ.e. sæmdarréttar. Útvarpsstofnanir hafa rétt til að heimila eða hindra endurvarp út- varps, upptöku á útvarpi og eftirgerð þess undir ákveðnum kringum- stæðum og dreifingu til almennings á sjónvarpi þeirra ef hún fer fram á þeim stöðum sem almenningur á aðgang að gegn greiðslu aðg'angs- eyris. Verndartími samkvæmt sáttmálanum skal vera 20 ár hið skemmsta en hverju aðildarríkjanna er þó heimilt að ákveða lengra verndartíma- bil í landslögum sínum. Ef aðildarríki veitir vernd í lengri tíma en 20 ár getur það með yfirlýsingu, sbr. 16. gr. 1. tl. a, komið í veg fyrir að það þurfi að veita þegnum annarra aðildarríkja vernd í lengri tíma en þegnar þess njóta í þeim ríkjum. Verndartímabil hljóðritaframleiðenda og listflytjenda telst frá upp- töku en ekki útgáfu hljóðritsins, en ef um listflutning er að ræða, sem ekki er tekinn upp á hljóðrit, miðast verndartíminn við það hvenær listflutningur fór fram. Verndartími útvarpssendinga miðast við það 188
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.