Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 35
í ofangreindu skyni. Fyrir aðra notkun efnis en í viðskiptatilgangi á al- mennum markaði greiðir stofnunin árlega samtals sænskar kr. 2.225.000 (2 millj. vegna sjónvarpsefnis, 100.000 végna fræðsluútvarps og 125.000 vegna hljóðvarps). Fyrir notkun efnis í viðskiptum á almennum mark- aði er síðan greitt hlutfall af hagnaði slíkra viðskipta. I Finnlandi var gerður samningur 1983.25) Þar er fjallað um, hvaða rétt finnska útvarpið fái samkvæmt vinnusamningi við starfsmenn án sérstakra viðbótargreiðslna, gagnstætt því sem gert er í Danmörku og Svíþjóð. Er því í raun eingöng'u um að ræða samkomulag um það, hvað felist í vinnusamningum starfsmanna, en jafnframt tekið fram, að um önnur not (í viðskiptum á almennum markaði) skuli samið sérstaklega. Um þessi sérstöku not hefur hins vegar ekki verið samið. Það sem finnska útvarpið telst fá skv. vinnusamningum er einkaréttur til notk- unar á vernduðum verkum starfsmanna í venjulegum rekstri. Venju- legur rekstur telst m.a. vera öll venjuleg dreifing efnis, í lofti, um gervi- hnetti og kapalkerfi, bæði í fyrstu sendingu og endurtekningu, skipti og sala á dagskrárþáttum heima og erlendis, og auk þess er sérstaklega heimiluð framleiðsla myndbanda til annarrar dreifingar en í viðskipta- legum tilgangi, t.d. til bókasafna. 1 Noregi hefur ekki verið gerður samningur milli ríkisútvarps og starfsmanna. Meðal annars þess vegna voru sett sérstök lög þar árið 1977 um að starfsmenn útvarpsins gætu ekki mótmælt því, að efni væri tekið upp til síðari notkunar á norskum skipum, og 1980 var olíubor- pöllum bætt við. Starfsmenn norska útvarpsins hafa lagt fram tillögur að samkomulagi, sem í meginatriðum eru í samræmi við sænska samn- inginn, en samkomulag hefur ekki náðst. Norska höfundaréttarnefndin fjallar í álitsgerð sinni um höfundar- rétt starfsmanna og vinnuveitenda allítarlega um stöðu starfsmanna norska ríkisútvarpsins.26) Nefndin leggur töluverða áherslu á hlutverk ríkisútvarps í að auka fræðslu og efla menningu í landinu, og þess vegna sé ekki hægt að bera stofnunina algerlega saman við dagblöð og frjálsar útvarpsstöðvar. Þessi atriði séu starfsmönnum ljós í upphafi og einnig, að þeir eigi í vinnu sinni að framleiða verk, sem notið geta verndar höfundarréttar. Nefndin fjallar einnig nokkuð um, hvað geti talist venjuleg starfsemi ríkisútvarpsins. Hún telur, að endurtekning efnis sé tvímælalaust heimil. Löng hefð sé fyrir skiptum á dagskrár- efni á Norðurlöndum og einnig sölu eða skiptum við aðrar útvarpsstofn- 25) NOU 1985:6, bls. 25 og 27. 26) í NOU 1985:6 er sérstakur kafli um höfundarrétt starfsmanna norskra ríkisútvarpsins á bls. 22-34. 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.