Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 42
það staðfest, þó ekki á grundvelli höfundalaga nr. 73/1972, sbr. dóm bæjarþings Reykjavíkur 17. desember 1982. Þar sem um undirréttardóm er að ræða þykir mér rétt að reifa bæjarþingsdóminn stuttlega. Málavextir voru þeir að árið 1982 fór fram á Spáni heimsmeistarakeppni í knattspyrnu. Alþjóðaknattspyrnusambandið, sem sá um framkvæmd keppninnar, gerði samkomulag við Evrópusamband sjónvarpsstöðva um sjónvarp frá einstökum knattspyrnuleikjum, en jafnframt var sjónvarpsstöðvum þeim, sem aðild áttu að Evrópusambandinu, veittur einkaréttur til sjónvarpssendinga frá keppninni, hverri í sínu landi. Ríkisútvarpið (R), sem aðild átti að Evrópusambandinu og greitt hafði sinn hluta af þóknun til Alþjóðaknattspyrnusambandsins í samræmi við fyrrgreint samkomulag, sýndi nokkra leiki frá keppninni í sjónvarpi í júnímánuði 1982 uns sjónvarpssendingum var hætt vegna sumarleyfa. Fyrirtækið Video-són h.f. (V), sem rak lokað myndbandakerfi í Breiðholti, lét taka upp á myndbönd leiki frá keppn- inni og sýndi þá síðan í eigin myndbandakerfi. Fljótlega eftir að sýningar þessar hófust fékk R lagt lögbann við frekari sýningum. Með bæjarþingsdóminum var lög- bannið staðfest þar eð talið var sannað að Alþjóðaknattspyrnusambandið hefði sem framkvæmdaraðili keppninnar veitt Evrópusambandi sjónvarpsstöðva einkarétt til sjónvarpssendinga frá keppninni. Hefði R öðlast slfkan einkarétt hér á landi með aðild sinni að Evrópusambandinu og greiðslu sérstaks gjalds í því skyni. Sýningar V hefðu raskað þessum einkarétti R og því verið óheimilar. Á hinn bóginn var ekki fallist á þá málsástæðu R að sýningarnar nytu verndar höfundalaga nr. 73/1972 og þótti V því ekki hafa brotið ákvæði laganna. Var fyrirtækið sýknað af bótakröfu R í málinu, en hún byggðist öðrum þræði á sérreglum í höfundalögunum. 2.2. Innsetningargerð. Innsetningargerð er bein fógetagerð, sbr. 1. gr. laga nr. 19/1887, en með því er átt við að menn geti leitað aðstoðar fógeta við að ná rétti sínum þótt þeir hafi ekki aflað sér sérstakrar aðfararheimildar. Þetta úrræði getur vissulega komið höfundum að notum. Gallinn er hins vegar sá að álitaefni það, sem um er deilt, er sjaldnast svo einfalt að fógeti geti skorið úr því án tafar, en það hefur verið talið frum- skilyrði þess að beinni fógetagerð verði við komið. Þetta takmarkaða dómsvald fógeta kemur t.d. glöggt fram í eftirfarandi ummælum í hrd. 1974, 352: „í máli þcssu er um það deilt, hvort stefndi hafi með samningum við áfrýjanda öðlast eignarrétt eða aðeins útgáfurétt að handriti því, sem um er fjallað í málinu. Eru því ekki skilyrði til að beita innsetningargerð." 2.3. Þvingunarráðstafanir í þágu opinberrar rannsóknar. Svo sem fyrr segir geta höfundarréttarmál nú sætt opinberri með- ferð. Við frumrannsókn slíkra mála gæti rannsóknarlögregla (eða hin almenna lögregla) þurft að grípa til ýmissa af þeim þvingunarráðstöf- unum sem fjallað er um í lögum nr. 74/1974. Frá sjónarmiði höfunda gætu ráðstafanir þessar gegnt sama hlutverki og lögbann eða innsetn- ingargerð, þ.e. komið í veg fyrir brot á höfundarrétti eða stöðvað 180
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.