Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 48
höfundar einnig' huglægra réttinda, þ.e. að höfundar eigi rétt á því að verk sé við hann kennt og einnig rétt til þess að mótmæla hvers konar afbökunum, misþyrmingum eða öðrum breytingum á verkinu eða annars konar spjöllum sem skerða mundu heiður hans eða álit, sbr. 1. tl. 6. gr. a. Þessi réttindi haldast enda þótt höfundur hafi framselt hin fjár- hagslegu réttindi. Það er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðahugverkastofn- unin eða WIPO (World Intellectual Property Organisation), sem sér um framkvæmdahlið Bernarsáttmálans. Þessi stofnun var sett á laggirnar með sérstökum sáttmála í Stokkhólmi árið 1967, en stofnunin hefur aðsetur í Genf. Hlutverk WIPO er að gera stjórnun þeirra sambanda sem stofnuð hafa verið til verndar hugverkum virkari og hagkvæmari og þar með örva smíði hugverka, styrkja vernd eignarréttinda á sviði hugverka hvarvetna í heiminum og stuðla þannig að auknum skilningi og samvinnu ríkja í milli, sbr. 1. gr. samningsins um stofnun Alþjóða- hugverkastofnunarinnar frá 14. júlí 1967. ísland hefur ekki gerst aðili að sáttmálanum um WIPO og má gera ráð fyrir því að þingsályktunar- tillaga þess efnis verði lögð fram á næsta þingi. GENFARSÁTTMÁLINN. Genfarsáttmálinn var gerður fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna í Genf árið 1952 og gekk hann í gildi þremur árum síðar. Markmiðið með þessum sáttmála var einkum það að ná til þeirra ríkja sem voru utan Bernarsambandsins, t.d. Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Enskt heiti þessa sáttmála er Universal Copyright Convention. Var hann fullgiltur af íslands hálfu 1956. Grundvallarreglur Bernarsáttmálans og Genfarsáttmálans eru svip- aðar. Ríki sem aðild á að Genfarsáttmálanum er skuldbundið til þess að veita höfundum frá öðrum aðildarríkjum sömu vernd og eigin borg- urum. Til þess að höfundar njóti verndar samkvæmt Genfarsáttmálan- um verður hann að vera ríkisborgari í einhverju aðildarríkjanna eða vera þar heimilisfastur. Höfundar verka sem hvorki eru ríkisborgarar eða heimilisfastir í einhverju aðildarríkjanna njóta einnig verndar skv. Genfarsáttmálanum ef verk þeirra eru í fyrsta sinn gefin út í ein- hverju aðildarríkjanna, sbr. 2. gr. sáttmálans. Bernarsáttmálinn og Genfarsáttmálinn eru þó ólíkir að ýmsu leyti og mætti þá e.t.v. fyrst nefna að Bernarsáttmálinn er mun ítarlegri en sáttmálinn sem kenndur er við Genf, auk þess sem lágmarksvernd samkvæmt honum er meiri en sú vernd sem veitt er í Genfarsáttmálan- um. Verndartími samkvæmt Genfarsáttmálanum er t.d. aðeins 25 ár 186
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.